Lífeyrissjóðir gegn fólkinu Sævar Þór Jónsson skrifar 12. september 2017 14:38 Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun