Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2017 06:12 Þetta er í annað sinn sem Donald Trump nær samkomulagi við demókrata á skömmum tíma, þvert á óskir eigin flokksmanna. Vísir/Getty Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor. Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sjá meira
Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor.
Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44