Segir Sigríði hafa stöðvað uppreist æru Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 23:03 Samráðherra og vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir hafa komið Sigríði Á. Andersen til varnar í dag. Vísir/Anton Brink Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis. Uppreist æru Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Jón Gunnarsson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru í vor. Eftir það hafi hún sett vinnu af stað til að undirbúa breytingu á reglum sem um það gilda. Vefsíða sem eiginmaður hennar ritstýrir segir hana fyrsta ráðherrann til að hafna slíkri beiðni. Í færslu á Facebook-síðu sinni skrifar Jón að Sigríður hafi haft beiðnina um uppreist æru fyrir dæmdan sakamann á borði sínu frá því í vor. „Hún kynnti sér þá strax þær reglur sem um þetta gilda og í framhaldi neitaði að skrifa undir. Þá setti hún vinnu af stað til að undirbúa breytingu á þessum reglum. Þetta er nokkrum vikum áður en þessi mál koma í almenna umræðu,“ skrifar Jón um samflokkskonu sína. Þannig segir hann Sigríði fyrsta ráðherrann til að spyrna við fótum og hefja vinnu við breytingar á regluverkinu um uppreist æru. Það telur hann staðfesta ábyrgðarleysi alþingismanna sem ákveði að slíta ríkisstjórnarsamstarfi vegna þessara mála.Vefsíða eiginmanns Sigríðar fjallar um embættisfærslur hennarSigríður hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir að hafa upplýst Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli um uppreist æru fyrir dæmdan barnaníðing á sama tíma og ráðuneyti hennar neitaði að birta upplýsingar um sambærilegt mál sem fjölmiðlar og fórnarlömb höfðu óskað eftir. Athygli vekur að vefsíðan Andríki-Vefþjóðviljinn birti einnig grein í dag um að Sigríður hafi neitað að skrifa undir beiðni um uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Titill greinarinnar er „Ráðherrann sem stöðvaði uppreist æru“. Þar kemur fram að engum hafi verið veitt uppreist æru í ráðherratíð Sigríðar og að hún sé fyrsti ráðherrann til að neita að skrifa undir beiðni af þessu tagi. Glúmur Björnsson, eiginmaður Sigríðar, er einn þriggja manna sem sagðir eru fara með ritstjórn Andríkis. Sigríður sat sjálf í stjórn útgáfufélags Andríkis frá 1995 til 2006 og í ritstjórn Vefþjóðviljans sömu ár samkvæmt æviágripi hennar á vef Alþingis.
Uppreist æru Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira