Trump harðorður í garð Norður-Kóreu og Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2017 14:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Vísir/AFP „Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni. Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
„Við munum eiga þann eina kost að gereyða Norður-Kóreu. Eldflaugamaðurinn (e. Rocketman) er í sjálfsmorðshugleiðingum fyrir sig og ríkisstjórn sína.“ Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í fyrstu ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag þar sem hann veittist harkalega að stjórnvöldum Norður-Kóreu, Íran og Venesúela. Í ræðu sinni sagði Trump að einstök ríki sem jafnvel væru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna styddu við hryðjuverkasamtök og ógnuðu heiminum með gereyðingarvopnum. Þar vísaði hann til Íran og Norður-Kóreu. Tiltölulega snemma í ræðu sinni sagði Trump að nærri því 700 milljörðum dala yrði varið í hernaðarmál á næstu árum. „Her okkar verður sterkari en hann hefur nokkurn tímann verið.“President Trump says if forced to defend itself or its allies, the United States will "totally destroy" North Korea https://t.co/m9GcTNUO6J pic.twitter.com/R600QL2YXK— Bloomberg (@business) September 19, 2017 Hann sagði að í stað þess að nýta auðlindir sínar til að bæta líf þegna sinna hefði ríkisstjórn Íran þess í stað varið þeim í að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum um heiminn og í að koma upp kjarnorkuvopnum. Trump sagði kjarnorkusamkomulag Bandaríkjanna og annarra við Íran vera versta samning sem Bandaríkin hefðu nokkurn tímann komið að og gaf í skyn að hann myndi slíta samkomulaginu. Þá sagði hann samkomulagið vera skömmustulegt fyrir Bandaríkin. Trump sagði enga ríkisstjórn hafa sýnt heiminum og eigin þegnum minni virðingu en hin óforskammaða ríkisstjórn Norður-Kóreu. Nefndi hann dauða ungs bandarísks manns sem fór í dá í fangelsi þar í landi. Hann nefndi einnig dauða Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Hann var myrtur með VX-taugaeitri, sem skilgreint er sem gereyðingarvopn, á flugvelli í Kuala Lumpur. Forsetinn nefndi einnig að þrettán ára stúlku hefði verið rænt í Japan og hún flutt til Norður-Kóreu. Þar hefði hún verið neydd til að þjálfa njósnara Norður-Kóreu í að tala japönsku.Trump to the UN on Iran: "The Iranian government masks a corrupt dictatorship behind the false guise of democracy" https://t.co/w77yjbPOx9 pic.twitter.com/SjSjmUrmKP— CNN Breaking News (@cnnbrk) September 19, 2017 Þá sagði Trump að það væri óásættanlegt að önnur ríki stæðu í viðskiptum við Norður-Kóreu og kallaði eftir því að ríkið yrði alfarið einangrað.Vill stjórnarskipti í Venesúela Trump fjallaði einnig um Venesúela og sagði að þörf væri á stjórnarskiptum þar. Ríkisstjórn Nicolas Maduro hefði lagt þetta ríka land í rúst og nú væri ríkisstjórnin að berjast gegn eigin þegnum. „Við viljum hjálpa þeim að ná lýðræði sínu aftur,“ sagði Trump.Ræða Trump í heild sinni.
Donald Trump Morðið á Kim Jong-nam Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira