Arnór Ingvi: Höfum farið yfir hversu heppnir við vorum Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 13:00 Arnór Ingvi er spenntur fyrir leiknum í Finnlandi. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ekkert vanmet sé í íslenska hópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum á morgun. Leikurinn er liður í undankeppni HM í Rússlandi sem fer fram næsta sumar, en Króatía og Ísland eru á toppi I-riðils bæði með 13 stig. Finnarnir eru í næst neðsta sæti riðilsins með eitt stig. „Þetta var mjög erfið síðast. Þeir eru mjög sterkir og sterkari en fólk gerir sér grein fyrir," sagði Arnór Ingvi í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Fréttablaðsins og Vísis, á æfingu landsliðsins í gær. „Þeir eru mjög góðir í fótbolta og spila hjá mjög sterkum félagsliðum. Ég býst við mjög erfiðum leik gegn Finnunum." Ísland vann dramatískan sigur í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli sem endaði með 3-2 sigri okkar manna, en þar komu tvö mörk í uppbótartíma. „Auðvitað væri maður til í að þetta yrði þægilegt, en við vitum að þetta verður ekki svo. Þeir munu setja pressu á okkur og munu taka hart á okkur. Þetta er aftast í hausnum á þeim fyrri leikurinn." „Við höfum alveg farið yfir hversu heppnir við vorum síðast, en aftur á móti þá erum við mjög sterkir í þessum föstu leikatriðum. Þeir hafa bætt við sig leikmönnum sem eru hærri í loftinu svo þetta situr í þeim." Arnór Ingvi gekk í sumar í raðir AEK Aþenu í Grikklandi, en hann kom þaðan á láni frá Rapid Wien. Keflvíkingnum líkar vel þar. „Mér líður mjög vel í Grikklandi. Lífið er mjög gott og það er gott að vera þarna, en svo er maður að kynnast fótboltanum aðeins betur." „Þetta er nýtt fyrir manni og það eru tveir til þrír í samkeppni um hverja stöðu. Þetta er stór hópur og maður er að koma meira og meira inn í þetta." „Ég er hugsaður sem alls staðar í kringum framherjann. Það er bara að leggja hart að sér og sjá hvað þjálfarinn vill nota mann í." Grikkirnir eru þekktir fyrir mikla ástríðu á pöllunum og Arnór segist strax vera búinn að taka eftir því. „Þeir er blóðheitir og það fer ekkert framhjá neinum. Maður sá það strax þegar maður mætti á flugvellinum að þeir eru blóðheitir. Þú getur verið kóngurinn einn dag og lúserinn þann næsta," sagði Arnór Ingvi að lokum í Finnlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00 Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58 Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar Birkir Bjarnason vonast til að hann fái tækifæri til að sýna og sanna hvað hann getur með Aston Villa í ensku B-deildinni. 31. ágúst 2017 13:00
Gylfi: Lítið pláss fyrir mistök Íslenska fótboltalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn mikilvæga gegn Finnum í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. 31. ágúst 2017 19:58
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00