Lavrov heitir harkalegum viðbrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2017 14:28 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.)
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira