Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 11:06 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, situr fyrir svörum á nefndarfundi í morgun. vísir/ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu. Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja það til við Alþingi í haust að ákvæði í almennum hegningarlögum sem snúa að uppreist æru verði alfarið felld úr lögum. Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust.Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér. Samhliða breytingum sem lagðar verða til á almennum hegningarlögum þyrfti þá að leggja til breytingar á fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum. Sagði ráðherra að lagt yrði til að þeim ákvæðum yrði þá breytt á þá leið að skýrt yrði nákvæmlega hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að geta gegnt þessum ákveðnu störfum og embættum, til að mynda að viðkomandi mætti ekki hafa hlotið refsidóma fyrir ákveðið mörgum árum. Vélrænt verklag og sum mál legið þungt á ráðherrum Verklag og reglur er varða veitingu uppreistar æru hefur verið mikið gagnrýnt undanfarið, ekki síst eftir að mál Roberts Downey komst í hámæli fyrr í sumar en hann hlaut uppreist æru í september í fyrra og í júní staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hann gæti fengið lögmannsréttindi á ný. Robert Downey hlaut árið 2008 þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum ungum stúlkum. Sigríður lýsti því verklagi sem snýr að veitingu uppreistar æru sem vélrænu og sagði að það væri ekki góð þróun á stjórnsýslu að ráðherra á hverjum tíma sé settur í það á hverjum tíma að afgreiða svona mál vélrænt og bera ábyrgð á þeim. Þá hefði borið á því að það væri ekki léttbært fyrir ráðherra að taka ákvörðun um uppreist æru í tilteknum málum, og þá sérstaklega þeim sem sneru að alvarlegustu brotunum. Því hefði verið margsinnis skoðað ítarlega hvort hendur ráðherra væru bundnar af þeirr stjórnsýsluhefð sem myndast hefur við afgreiðslu málanna og lýtur stjórnsýslurétti í víðum skilningi. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að ráðherra væri bundinn af þessu og að honum væri ekki heimilt að teknu tilliti til stjórnsýsluréttar að undanskilja ákveðna brotaflokka eða byggja afgreiðslu mála á persónulegu mati sínu.
Uppreist æru Tengdar fréttir Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45 Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Ræða efnislega um mál Roberts Downey á fundi allsherjarnefndar Þingmenn geta rætt og spurt efnislega út í málsmeðferðina sem mál Roberts Downey fékk þegar honum var veitt uppreist æru á liðnu ári á opnum fundi allsherjar-og menntamálanefndar í dag. 30. ágúst 2017 08:45
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00