Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:11 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja til breytingar á lögum er varða uppreist æru á þingi í haust. Vísir/Ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00