Birkir: Terry hefur verið frábær innan sem utan vallar 31. ágúst 2017 13:00 Birkir á æfingunni í morgun. Vísir/ÓskarÓ Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Birkir Bjarnason er vongóður um að íslenska liðið leggi það finnska að velli í undankeppni HM 2018 en liðin mætast í Helsinki á laugardag. Íslenska liðið æfði í morgun og leikmenn ræddu við fjölmiðla um leikinn mikilvæga. Ísland er í frábærri stöðu í undankeppninni en strákarnir eru jafnir Króatíu á toppi riðilsins eftir sigur á Króötum í byrjun júní. Fyrir ári síðan vann Ísland svo ævintýralegan 3-2 sigur á Finnlandi á heimavelli eftir að hafa verið 2-1 undir þegar lítið var eftir af leiknum. „Leikurinn gegn Króatíu var frábær og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Birkir í samtali við Vísi í morgun. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það verði erfitt að komast aftur niður á jörðiuna eftir þann góða sigur. „Við höfum áður spilað á móti góðum liðum og unnið þau. Þá þurftum við að koma okkur snöggt niður á jörðina aftur og ég held að það verði ekkert öðruvísi núna.“ Hann segir að Finnland sé með hörkulið og að engir leikir séu léttir í þessum sterka riðli Íslands. „Við verðum að vera einbeittir hverja einustu mínútu í öllum leikjum. Við sáum að við vorum í basli með Finna síðast og þó svo að það hafi verið mjög sætt að vinna þá í lokin vil ég frekar vinna leiki fyrr,“ sagði Birkir.Terry í leik með Aston Villa.Vísir/GettyFerill Terry talar sínu máli Birkir kom til Aston Villa í upphafi ársins og missti af síðustu vikum síðasta tímabis vegna meiðsla. Hann hefur einu sinni verið byrjuanrliðsmaður með Aston Villa á nýju tímabili og vonast til að fá fleiri tækifæri. „Mér líður vel hjá Aston Villa. Þetta hefur ekki farið nógu vel af stað, hvorki hjá liðinu eða mér persónulega en þetta hefur gengið betur hjá mér persónulega í síðustu leikjum og ég vona að ég fái tækifæri að sýna hvað ég get,“ sagði Birkir. John Terry kom til félagsins frá Chelsea í sumar og Birkir ber honum söguna vel. „Hann er frábær. Mjög fínn. Góður leiðtogi og góður á æfingum sem og í klefanum. Hann er líka búinn að vera frábær inni á vellinum líka,“ segir Birkir. „Það vita allir hvað hann getur enda talar ferillinn hans sínu máli. Hann er enn frábær leikmaður.“ Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Birki fyrir Stöð 2 í morgun.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira