Trump tilkynnir um ákvörðun sína varðandi hernað í Afghanistan Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 23:46 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli. Donald Trump Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun á mánudag tilkynna framtíðar áætlanir sínar varðandi stríð Bandaríkjamanna í Afghanistan. Bandarískir hermenn hafa verið staðsettir þarna síðan stuttu eftir 11. september 2001 en ákvörðunin var tekin í stjórnartíð Bush yngri. Trump mun kynna afstöðu sína, í sjónvarpsávarpi, klukkan níu um kvöld að staðartíma. Þetta er í þriðja sinn sem Trump ávarpar þjóð sína í sjónvarpi sem forseti Bandaríkjanna. Reuters greinir frá. Ákvörðun Trumps lá fyrir eftir að hafa legið undir feldi í dágóðan tíma og ráðfært sig við þjóðaröryggisráðgjafa. Þá hefur Trump látið hafa eftir sér að hann sé orðinn þreyttur á þessu stríði í Afghanistan og setti spurningarmerki við það hvort það væri nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að senda hermenn á svæðið. „Við erum ekki að vinna stríðið,“ sagði Trump meðal annars við ráðgjafa sína á fundi í júlí. Þar var meðal annars rætt um það hvort að segja ætti John Nicholson, yfirmanni í bandaríska hernum í Afghanistan, upp störfum.Margir möguleikar á borðinu Ástæðu þess hve langan tíma Trump hefur tekið til að taka ákvörðunina má rekja til þess að margir möguleikar hafi verið uppi. Öryggisstjóri Hvíta hússins, H.R. McMaster, vildi bæta við 4.000 hermönnum á svæðið líkt og Nicholson hafði stungið upp á. Þá hafði Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Trumps, viljað að allir hermennirnir yrðu sendir heim þar sem ekki væri möguleiki á að vinna stríðið eftir 16 ára baráttu. Bannon var vikið úr starfi á föstudaginn síðastliðinn. Einnig var skoðuð sú hugmynd að fækka hermönnum um 3.000 hermenn og láta þannig skipulagningu hernaðarmála í hendur færri aðila eða þá að þjálfa upp hermenn í Afghanistan þannig að þeir geti sinnt sínum málum sjálfir.Nauðsynlegt til að koma í veg fyrir ógn Þá hefur Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Jim Mattis, haldið því fram að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkjamenn að vera með hermenn á svæðinu til að koma í veg fyrir ógn herskárra íslamista. Yfirvöld í Afghanistan hafa lagt allt undir til að koma í veg fyrir að Talíbanar nái völdum í yfir fimmtán ár. Hlutverk Bandaríkjahers var að aðstoða við það og steypa Talíbönum af stóli þar sem þeir höfðu veitt hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda aðstöðu og friðhelgi til að skipuleggja 11.september. Stjórnendur Bandaríkjahers og yfirmenn varnarmála hafa áhyggjur af því hvað gerist ef Bandaríkin hverfa frá og Talíbanar nái völdum. Þá ríkir óöryggi um það hvort að Talíbanar og meðlimir Al Qaeda samtakanna munu aftur rísa og plana árásir á Bandaríkin og bandamenn þeirra. Ræða Trumps kemur í kjölfar mikillar ólgu í bandarísku samfélagi eftir átökin í Charlottesville í Virginíu þar sem hvítir þjóðernissinnar og ný- nasistar hafa komið saman og mótmælt. Mótmælin hafa ekki verið friðsæl og hefur Trump vera harðlega gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók í kjölfar mótmælanna þar sem hann sagði að báðir hópar ættu sök að máli.
Donald Trump Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira