Launaþróun opinberra starfsmanna í þátíð og framtíð Guðríður Arnardóttir skrifar 23. ágúst 2017 10:15 Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Fyrir nær tveimur árum var gert samkomulag meðal aðila vinnumarkaðarins um svokallaðan SALEK-ramma. Samkomulagið fól í sér að launaþróun skyldi fylgja ákveðnum leikreglum og ekki fara upp fyrir það sem samfélagið getur borið án þess að launahækkanir brenni upp í verðbólgu. Þannig skyldi útflutningsgeirinn semja fyrst með hliðsjón af samkeppnisstöðu og því rými sem samfélagið hefur til launahækkana á hverjum tíma. Svo illa vildi til fyrir suma að upphafsreitur þessa samkomulags var valinn haustið 2013. Á þessum tímapunkti var launasetning framhaldsskólakennara einna verst í sögu starfsstéttarinnar. Í kjölfarið gerðu framhaldsskólakennarar kjarasamning sem færði þeim leiðréttingar á launum og nær öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum ríkisins. Sé launaþróun framhaldsskólakennara skoðuð í þessu samhengi sést að við höfum lítið gert meira en halda sjó gagnvart öðrum hópum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Og nú þegar líður að samningahausti þar sem margar stéttir opinberra starfsmanna eru með lausa samninga eru raddirnar farnar að hljóma sem telja ekkert rými til frekari launahækkana og þá sérstaklega opinberra starfsmanna. Á tíu ára tímabili hefur hér verið góðæri, hrun, kreppa og allt þar á milli og aldrei rétti tíminn til að hækka laun opinberra starfsmanna. Enn á ný fáum við fréttir af atgervisflótta úr röðum opinberra starfsmanna, af fólki sem hverfur til annarra og betur launaðra starfa því hið opinbera er ekki samkeppnishæft um starfsfólk. Þetta er gömul saga og ný. En það er eitt sem hefur breyst og það er sú staðreynd að nýlega breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Nú hafa lífeyrisréttindi verið jöfnuð á milli markaða með talsverðum réttindabótum á almennum markaði en skerðingu réttinda á opinbera markaðnum. Og þegar Alþingi breytti lögunum, þvert gegn vilja þeirra sem aðild eiga að sjóðnum, var því lofað að laun skyldi að sama skapi jafna á milli markaða. Án þess að nefna tiltekna prósentu er ljóst að opinberir starfsmenn eru eftirbátar félaga sinna á almennum markaði í launum að teknu tilliti til menntunar og ábyrgðar. Því er það deginum ljósara að opinberir starfsmenn þurfa að hækka meira en launþegar á almennum markaði í komandi kjarasamningum. Stjórnvöld verða að leggja fram raunhæfa aðgerðaáætlun um hvernig skuli jafna laun á milli markaða. Það þarf að sjá merki þess í komandi kjarasamningum. Almenni markaðurinn verður að sýna því skilning að launajöfnun feli það í sér tímabundið að opinberir starfsmenn hækki meira en aðrir aðilar vinnumarkaðarins. Enda hljóta þeir og aðrir að sjá að það er nákvæmlega ekkert réttlæti í núverandi launamismunun milli markaða, nú þegar ekki er lengur hægt að bera því við að opinberir starfsmenn búi við meiri lífeyrisréttindi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar