Segir Brynjar Níelsson vera siðleysingja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 23:46 Gunnar Hrafn krefst þess að Brynjar biðjist afsökunar á ummælum sem hann hefur látið falla um andleg veikindi. Vísir/anton/Eyþór Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar. Uppreist æru Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar.
Uppreist æru Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira