Stolið úr sjúkra- og lögreglubílum Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2017 07:00 Eftirlitsmyndavélar hafa löngu sannað gildi sitt í miðborginni, að mati lögreglunnar. Vísir/Daníel „Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
„Við erum að nýta þessar eftirlitsmyndavélar á hverjum einasta degi, líka á þessum stóru dögum eins og Gay Pride og Menningarnótt og í raun og veru um hverja helgi þegar tilkynnt er um atvik í miðborginni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Búið er að koma upp 40 eftirlitsmyndavélum á 31 stað í miðborg Reykjavíkur. Í janúar síðastliðnum voru aftur á móti myndavélar á 15 stöðum í miðborginni. Búist er við að myndavélunum fjölgi enn frekar og í ráði er að koma að minnsta kosti einni, jafnvel tveimur númeraplötumyndavélum upp. Slík myndavél skannar númer bílsins og lögreglan fær þá uppgefnar allar upplýsingar um ökutækið í rauntíma. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er mikill áhugi á uppsetningu sambærilegra myndavélakerfa í öðrum sveitarfélögum og er undirbúningur þess mislangt kominn. Nokkur sveitarfélög hafa þegar komið upp myndavélum. Samkomulag um slíkar myndavélar í Reykjavík felur í sér að Reykjavíkurborg kaupir myndavélarnar, Neyðarlínan sér um uppsetningu, viðhald þeirra og flutning merkis og lögreglan sér um vöktun og viðbragð. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn bendir á að myndir úr eftirlitsmyndavélum séu notaðar í rauntíma á meðan lögreglubílar eru á leiðinni á vettvang. „Þá eru myndavélar skoðaðar og reynt að ná mynd af atburðum og kannað hvort hlutirnir eru eins og tilkynnt er og reynt að ná myndum af gerendum og atburðum sjálfum,“ segir Ásgeir. Hann telur vélarnar hafa margsannað gildi sitt. „Bæði sem forvörn og svo hafa þær líka orðið til að upplýsa brot. Það er alveg klárt,“ segir hann. Ásgeir segir að myndavélarnar séu oft notaðar til að vakta lögreglubíla og bíla neyðaraðila þegar þær eru í notkun í miðbænum. „Það er nú þannig að menn hafa verið að krota á lögreglubíla og jafnvel að stela úr sjúkrabílum og þar fram eftir götunum. Við notum vélarnar til að vakta það. Eins líka þegar lögreglumenn eða neyðaraðilar eru að fara á vettvang, þá notum við myndavélarnar til að vakta í rauntíma til að fylgjast með að við séum með nægjanlegan mannskap og hvort þeim takist að leysa verkefnin án þess að fá liðsauka,“ segir hann. Þegar eftirlitsmyndavélar voru fyrst teknar í notkun, fyrir fáeinum áratugum, sættu þær gagnrýni þar sem þær þóttu skerða friðhelgi einkalífs. Ásgeir segir viðhorfið hafa breyst. „Fólk er orðið vant því að það séu myndavélar allstaðar og það eru myndavélar allstaðar í farsímum, í flestum verslunum sem fólk kemur inn er það í mynd þannig að ég held að fólk sé farið að horfa meira á þetta sem öryggisatriði heldur en að þetta sé takmörkun á persónufrelsi,“ segir hann. Þá skipti líka miklu máli að hafa í huga að einungis lögreglan hefur aðgang að myndefninu. Hann telur líkur á því að myndavélunum verði fjölgað enn frekar. „Við eigum eftir að taka lokaúttekt á því hvort við séum með nægjanlega margar vélar til að sjá þau svæði sem við erum að reyna að vakta eða hvort það eru einhverjar gloppur eða eitthvað sem við verðum að bæta,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira