Vilja takmarka fjölda hótela í 101: „Ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 12:08 Hótelum og gististöðum hefur fjölgað í takt við fjölgun erlendra ferðamanna. Íbúasamtök í borginni vilja takmarka fjölda hótela í miðbænum en myndin sýnir reit við Lækjargötu þar sem hótel á vegum Íslandshótela mun rísa. vísir/andri marinó Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Íbúasamtök miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða, það er póstnúmera 101, 107 og 105, hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn fjölgun hótela í miðborg Reykjavíkur. Íbúarnir vilja setja kvóta á fjölda hótela og gististaða í 101 og takmarka hann þannig en eins og staðan er í dag er aðeins kvóti á afmörkuðu svæði í Kvosinni. „Við viðjum bara sjá kvóta fyrir allan miðbæinn, það er 101, og svo viljum við að ákvæði um að það að það megi vera hótel við allar aðalgötur verði tekið burt fyrir 101,“ sagði Birgir Þröstur Jóhannsson, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka Vesturbæjar, í umfjöllun um þessi mál í Bítinu á Bylgunni í morgun. Sem dæmi um aðalgötur tók hann Túngötu, Ægisgötu og Mýrargötu.Fækkun íbúa breyting til hins verra Ragnhildur Zoëga, sem á sæti í stjórn Íbúasamtaka miðborgarinnar, sagði fækkun íbúa í miðbænum vera breytingu til hins verra og að hótel og AirBnb-íbúðir spili inn í þá fækkun. „Þegar það fækkar um 300 íbúa á milli ára þá er það ansi há tala. Íbúar á Grettisgötu, þar sem annað hvert hús er AirBnb eða hótel, hafa til dæmis kvartað. Þetta er náttúrulega ekkert sérstaklega skemmtilegt og nágrannasamfélög verða skrýtin,“ sagði Ragnhildur. Birgir tók undir þetta og sagði andrúmsloftið hafa breyst og þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lengur með nágranna. „Það er ekkert sérstaklega gaman að fá nýja nágranna í hverri viku. Maður vill kynnast fólki, mynda sambönd. Það er það sem er áhugavert við að búa í þéttbýli. Fjölbreytnin er skemmtilegt og ferðamenn eru partur af fjölbreytninni en umhverfið má ekki verða einsleitt.“ Nálgast má frekari upplýsingar um framtakið á Facebook-síðunni No More Hotels in 101.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 6 prósent Mest aukning á Suðurnesjum en samdráttur á Vestur- og Austurlandi. 28. júlí 2017 10:01