Fleiri minnismerki um Þrælastríðið fjarlægð eftir átökin í Charlottesville Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 21:05 Stytturnar eru báðar staðsettar í garðinum fyrir utan gamla dómhúsið í Lexington. Vísir/Getty Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu. Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Jim Gray, borgarstjóri Lexington í Kentucky, hyggst láta fjarlægja tvær styttur af leiðtogum af tímum Þrælastríðsins úr borginni eftir atburðina í Virginíu síðustu daga þar sem þrír létust og tugir slösuðust. Þetta tilkynnti Jim Gray á Twitter síðu sinni á laugardagskvöld. Hann sagðist hafa ætlað sér að tilkynna um áformin í næstu viku en að atburðir helgarinnar hafi valdið því að hann flýtti tilkynningunni. Stytturnar tvær sem um ræðir eru af John Hunt Morgan og John C. Breckinridge og eru þær báðar á lóð gamla dómshússins í borginni. John Hunt Morgan var hermaður fyrir Suðurríkjasambandið þar til hann lést árið 1864. John C. Breckinridge var fjórtándi varaforseti Bandaríkjanna og þrælahaldari. „Atburðir dagsins í Virginíu minna okkur á að við verðum að sameina landið okkar með því að fordæma ofbeldi, hvíta þjóðernissinna og haturshópa nasista,“ skrifaði Gray. „Við megum ekki leyfa þeim að móta framtíð okkar.“Today's events in Virginia remind us that we must bring our country together by condemning violence, white supremacists and Nazi hate groups— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 We cannot let them define our future.— Mayor Jim Gray (@JimGrayLexKY) August 12, 2017 Kentucky var ekki hluti af Suðurríkjasambandinu, líkt og Virginía, á tímum Þrælastríðsins. Ríkið var hins vegar fæðingastaður Jefferson Davis, forseta Suðurríkjasambandsins og Abrahams Lincoln, forseta Bandaríkjanna á tímum Þrælastríðsins. Kentucky gegndi lykilhlutverki í Þrælastríðinu og sagði Lincoln árið 1861 að það að tapa Kentucky þýddi að tapa stríðinu sjálfu.
Mótmæli í Charlottesville Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira