Milljarða fjárfesting HB Granda bundin við bryggju Benedikt Bóas skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Engey RE 91 við bryggju á Akranesi. Unnið er dag og nótt við að koma nýstárlegum búnaði um borð. vísir/eyþór Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Engey RE 91, nýtt skip HB Granda, hefur ekki enn farið í eina einustu veiðiferð en stefnt er að því að skipið sigli út á morgun í sína fyrstu veiðiferð. Þegar skipið kom til hafnar í Reykjavík í byrjun apríl var tilkynnt að það færi á veiðar í lok þess mánaðar. Síðan hafa komið upp margvísleg vandamál enda er um borð byltingarkenndur vinnslubúnaður, sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. „Þetta er nýtt fyrir mönnum og hefur aldrei áður verið gert í heiminum þannig að menn gerðu sér kannski ekki grein fyrir umfanginu. En ég vona að við séum að komast fyrir vind núna og skipið haldi til veiða á fimmtudagskvöldið sem er mun síðar en gert var ráð fyrir,“ segir Vilhjálmur en skipið hefur farið tvo tilraunatúra. Fyrirtækið Skaginn 3X hannar búnaðinn og hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir hann. Tæknin grundvallast á nýjum aðferðum við meðhöndlun fisksins og aukinni sjálfvirkni í vinnslukerfinu sem flýtir aðgerð og frágangi á afla sem á að skila mun betri gæðum. Með nýrri myndavélatækni er hver einasti fiskur myndaður, tegundagreindur og stærðarflokkaður. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, segir að verkefnið sé risavaxið þróunarverkefni og þróunin muni halda áfram. Vilhjálmur bendir á að töfin sé óheppileg og hafi ýmisleg áhrif á HB Granda. „Við höfum þurft að halda hinum skipunum að veiðum og verið að fá heldur minni afla inn í hús en við áætluðum. Verst kemur þetta þó við áhöfnina sem verður af tekjum.“ Skipið er einn tæknivæddasti ísfisktogari landsins og er hluti af um sjö milljarða króna fjárfestingu HB Granda. Fyrir utan íburð í tækni er einnig íburður um borð sem HB Grandi vill frekar hafa á sjó en við höfn. „Þetta eru ekki bilanir heldur er verið að koma búnaðinum í virkni. Umfangið er meira en menn gerðu ráð fyrir og er að taka mun lengri tíma en var áætlað eins og forritun og hugbúnaður.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ný Engey sjósett Nýr ísfiskitogari, Engey RE, var sjósettur á þriðjudag. 3. mars 2016 07:00 Engey komin til Reykjavíkur 7. apríl 2017 19:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira