Nýr samskiptastjóri kominn í Hvíta húsið tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2017 16:09 Hicks með Stephen Bannon, aðalráðgjafa Trump. Sögur um að Bannon verði rekinn hafa gengið fjöllunum hærra síðustu daga. Vísir/AFP Hope Hicks, náinn ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Hvíta hússins tímabundið. Forveri hennar, Anthony Scaramucci, entist aðeins tíu daga í starfi. Hicks er 28 ára gömul og er sögð einn hollasti aðstoðarmaður forsetans, að sögn Washington Post. Hún var blaðafulltrúi Trump í kosningabaráttunni og tengist Ivönku, dóttur Trump, og Jared Kushner eiginmanni hennar nánum böndum. Hún er sögð munu gegn starfi samskiptastjóra tímabundið og aðstoða við leit að varanlegum eftirmanni Scaramucci. Ljóst er að Hicks bíður töluvert verk. Trump liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli sín um samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina sem lauk með dauða mótmælenda þeirra. Forsetinn kenndi bæði þjóðernisöfgamönnum og mótmælendum þeirra um ofbeldið. Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem hafa sagt ummæli Trump óásættanleg.Frekari breytingar mögulegarSkammt er síðan Trump skipti út starfsmanna- og samskiptastjórum Hvíta hússins og Sean Spicer, blaðafulltrúi hans, steig til hliðar. Fjölmiðlar hafa verið fullir af fréttum um að starf Stephens Bannon, aðalráðgjafa Trump, sé nú í hættu. Honum sé kennt um að hafa sveigt forsetann í átt að hvítri þjóðernishyggju. Trump sagði sjálfur á blaðamannafundinum alræmda í gær að Bannon væri „ekki rasisti“ en að koma þyrfti í ljós hvað yrði um hann. Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Hope Hicks, náinn ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Hvíta hússins tímabundið. Forveri hennar, Anthony Scaramucci, entist aðeins tíu daga í starfi. Hicks er 28 ára gömul og er sögð einn hollasti aðstoðarmaður forsetans, að sögn Washington Post. Hún var blaðafulltrúi Trump í kosningabaráttunni og tengist Ivönku, dóttur Trump, og Jared Kushner eiginmanni hennar nánum böndum. Hún er sögð munu gegn starfi samskiptastjóra tímabundið og aðstoða við leit að varanlegum eftirmanni Scaramucci. Ljóst er að Hicks bíður töluvert verk. Trump liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir ummæli sín um samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina sem lauk með dauða mótmælenda þeirra. Forsetinn kenndi bæði þjóðernisöfgamönnum og mótmælendum þeirra um ofbeldið. Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem hafa sagt ummæli Trump óásættanleg.Frekari breytingar mögulegarSkammt er síðan Trump skipti út starfsmanna- og samskiptastjórum Hvíta hússins og Sean Spicer, blaðafulltrúi hans, steig til hliðar. Fjölmiðlar hafa verið fullir af fréttum um að starf Stephens Bannon, aðalráðgjafa Trump, sé nú í hættu. Honum sé kennt um að hafa sveigt forsetann í átt að hvítri þjóðernishyggju. Trump sagði sjálfur á blaðamannafundinum alræmda í gær að Bannon væri „ekki rasisti“ en að koma þyrfti í ljós hvað yrði um hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51 Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14 Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Allt á öðrum endanum í Hvíta húsinu Allt gengur á afturfótunum vegna erja á milli starfsmanna forsetans og stöðugs ótta við leka til fjölmiðla. 29. júlí 2017 19:53
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Trump rekur samskiptastjóra Hvíta hússins eftir aðeins tíu daga starf Nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins er sagður hafa krafist þess að Donald Trump forseti léti Anthony Scaramucci, orðljótan samskiptastjóra Hvíta hússins, fara. Trump hefur nú rekið Scaramucci. 31. júlí 2017 18:51
Samskiptastjórinn jós fúkyrðum yfir samstarfsmenn í Hvíta húsinu við blaðamann Óheflað orðalagið sem Anthony Scaramucci, samskiptastjóri Hvíta hússins, notaði um aðalráðgjafa Trump forseta og starfsmannastjóra Hvíta hússins í símtali við blaðamann hafa vakið mikla furðu vestanhafs. 28. júlí 2017 09:14
Trump ræður nýjan starfsmannastjóra fyrir Priebus Priebus hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga og hefur samskiptastjóri Hvíta hússins sakað hann um að leka upplýsingum og leyndarmálum til fjölmiðla. 28. júlí 2017 21:07