Vanvirt helgi Helgi Þorláksson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarður, er kominn mjög til ára sinna og lítið notaður. Fram er komin hugmynd um að skapa líf í garðinum með því að reisa hótel í honum miðjum og mæta þannig sívaxandi eftirspurn erlendra ferðamanna eftir spennandi hótelkosti. Hótelið yrði fellt vel að umhverfi sínu og áhersla lögð á tengsl við fortíðina. Þegar grafið verður fyrir húsinu má búast við að upp komi mannabein sem yrðu þá tekin til rannsóknar og látin varpa ljósi á lífskjör fólks. Mikilvægast er hvað kirkjugarðurinn er snotur og hversu ánægjulegt yrði fyrir gesti að njóta þar þjónustu og fræðast um leið um garðinn og fortíðina. Flestum mun virðast það sem hér er sagt heldur fáránlegt, ekki síst þeim sem fara árlega að gröf Jóns Sigurðssonar, 17. júní (hann dó 1879). Enda er þetta tilbúningur. Þetta er þó ekki út í hött þegar litið er til þess að núna hafa verið grafin upp bein í gamla kirkjugarðinum í Kirkjustræti, svonefndum Víkurgarði, til að rýma fyrir hóteli. Beinin hafa verið tekin til rannsóknar, þar á meðal allt að 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum og mikið af öðrum mannabeinum, eftir því sem spurst hefur. Aðkoma að hótelinu verður um kirkjugarðinn, nánar tiltekið Fógetagarðinn, og á teikningum er sýnt hvar gestir geta neytt veitinga úti við í garðinum. Þeir sem standa að byggingu þessa 160 herbergja hótels segja að lögð verði áhersla á að fella það að umhverfi sínu og gætt verði vel að tengslum við fortíðina. Vantar bara að nafnið verði Hotel Skeleton. Beinin voru grafin upp í fyrra í þeim hluta garðsins sem mun hafa verið bætt við litlu fyrir 1823 en yngri garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Jafnan er talið að þá hafi jarðsetningu að mestu verið hætt í Víkurgarði en þó finnast yngri dæmi, seinast frá 1883. Enginn aflaði gagna til að reyna að varpa ljósi á bein hvaða einstaklinga það voru sem upp voru grafin en kirkjubækur frá tímanum 1823 til 1838 ættu að geta veitt vísbendingar um það. Þetta gætu verið langafar og langömmur núlifandi fólks. Dæmi: Kona jarðsett um 1835 við Kirkjustræti kann að hafa dáið frá ungri dóttur sem eignaðist son 1875 og hann aftur barn 1925 sem gæti verið enn á lífi. Þetta væru aðeins þrír liðir frá konunni sem kann að hafa verið grafin 1835, hún væri þá langamma núlifandi manns. Flestum mun þykja ankannalegt að grafin séu upp bein langömmu þeirra og sett í geymslu án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Árið 1966 var ekki leyft að reisa hús í gamla kirkjugarðinum við Kirkjustræti og átti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður þátt í þessu banni. Í fyrra voru bein hins vegar fjarlægð frá sama stað og borið við að þyrfti að rannsaka þau og varpa ljósi á lífskjör. Ástæður til að grafa upp bein til rannsóknar úr þekktum kirkjugörðum frá seinni tímum þurfa að vera brýnar, til þess þarf skýrar rannsóknarspurningar og rök og má nefna nokkur sjónarmið. Þetta er stundum leyft í útlöndum, t.d. þegar leikur grunur á um morð og bein eru þá rannsökuð, svo sem til að kanna hvort eitur hafi verið gefið. Eða þá að sérstakur sjúkdómur hafi orðið hinum liðna að aldurtila og læknum þyki akkur í að kanna beinin þess vegna. Að lokinni rannsókn er beinunum jafnan komið fyrir aftur á sínum stað. En engin sérstök rannsóknarrök voru til þess að grafa upp beinin í Kirkjustræti enda eru til margvíslegar heimildir um almenn lífskjör fólks á 19. öld. Það þurfti bara að koma fyrir hóteli og græða á ferðamönnum. Umræddum beinum ætti helst að koma fyrir aftur í gröfum sínum og setja viðeigandi minningarmark yfir. Stundum finnast fornir kirkjugarðar þar sem enginn átti von á þeim og engin leið að vita bein hverra það eru sem birtast. Þar eru þá venjulega jarðneskar leifar frá tímum í Íslandssögunni þar sem lítið er vitað um lífskjör og forvitnilegt getur verið að kanna beinin þess vegna. Það er annað mál. En sjaldgæft mun vera eða einsdæmi að reist sé hús þar sem vitað er fyrirfram að var kirkjugarður. Slíka ósvinnu leyfa Reykvíkingar sér og helgast helst af því að skortir umræðu og vitund um hvað sé við hæfi og hvað sé óhæfa. Á meðan svo er leyfa menn sér margt. Leitt er að tilheyra þeim kynslóðum sem heimilað hafa spjöll í Víkurgarði. En fyrir það má bæta, með því að marka austurmörk hins gamla kirkjugarðs við Kirkjustræti. Þar fyrir vestan og í gjörvöllum gamla Víkurgarði ætti að rækta fagran garð og búa þannig um að hann minni á gamalt hlutverk sitt með skýrum hætti. Þeim sem yrðu að hverfa frá áformum um að græða þarna á hótelrekstri munu bjóðast færi til þess annars staðar.Höfundur er professor emiritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, Hólavallagarður, er kominn mjög til ára sinna og lítið notaður. Fram er komin hugmynd um að skapa líf í garðinum með því að reisa hótel í honum miðjum og mæta þannig sívaxandi eftirspurn erlendra ferðamanna eftir spennandi hótelkosti. Hótelið yrði fellt vel að umhverfi sínu og áhersla lögð á tengsl við fortíðina. Þegar grafið verður fyrir húsinu má búast við að upp komi mannabein sem yrðu þá tekin til rannsóknar og látin varpa ljósi á lífskjör fólks. Mikilvægast er hvað kirkjugarðurinn er snotur og hversu ánægjulegt yrði fyrir gesti að njóta þar þjónustu og fræðast um leið um garðinn og fortíðina. Flestum mun virðast það sem hér er sagt heldur fáránlegt, ekki síst þeim sem fara árlega að gröf Jóns Sigurðssonar, 17. júní (hann dó 1879). Enda er þetta tilbúningur. Þetta er þó ekki út í hött þegar litið er til þess að núna hafa verið grafin upp bein í gamla kirkjugarðinum í Kirkjustræti, svonefndum Víkurgarði, til að rýma fyrir hóteli. Beinin hafa verið tekin til rannsóknar, þar á meðal allt að 20 heillegar beinagrindur í heillegum kistum og mikið af öðrum mannabeinum, eftir því sem spurst hefur. Aðkoma að hótelinu verður um kirkjugarðinn, nánar tiltekið Fógetagarðinn, og á teikningum er sýnt hvar gestir geta neytt veitinga úti við í garðinum. Þeir sem standa að byggingu þessa 160 herbergja hótels segja að lögð verði áhersla á að fella það að umhverfi sínu og gætt verði vel að tengslum við fortíðina. Vantar bara að nafnið verði Hotel Skeleton. Beinin voru grafin upp í fyrra í þeim hluta garðsins sem mun hafa verið bætt við litlu fyrir 1823 en yngri garðurinn við Suðurgötu var tekinn í notkun 1838. Jafnan er talið að þá hafi jarðsetningu að mestu verið hætt í Víkurgarði en þó finnast yngri dæmi, seinast frá 1883. Enginn aflaði gagna til að reyna að varpa ljósi á bein hvaða einstaklinga það voru sem upp voru grafin en kirkjubækur frá tímanum 1823 til 1838 ættu að geta veitt vísbendingar um það. Þetta gætu verið langafar og langömmur núlifandi fólks. Dæmi: Kona jarðsett um 1835 við Kirkjustræti kann að hafa dáið frá ungri dóttur sem eignaðist son 1875 og hann aftur barn 1925 sem gæti verið enn á lífi. Þetta væru aðeins þrír liðir frá konunni sem kann að hafa verið grafin 1835, hún væri þá langamma núlifandi manns. Flestum mun þykja ankannalegt að grafin séu upp bein langömmu þeirra og sett í geymslu án þess að þeir hafi nokkuð um það að segja. Árið 1966 var ekki leyft að reisa hús í gamla kirkjugarðinum við Kirkjustræti og átti Kristján Eldjárn þjóðminjavörður þátt í þessu banni. Í fyrra voru bein hins vegar fjarlægð frá sama stað og borið við að þyrfti að rannsaka þau og varpa ljósi á lífskjör. Ástæður til að grafa upp bein til rannsóknar úr þekktum kirkjugörðum frá seinni tímum þurfa að vera brýnar, til þess þarf skýrar rannsóknarspurningar og rök og má nefna nokkur sjónarmið. Þetta er stundum leyft í útlöndum, t.d. þegar leikur grunur á um morð og bein eru þá rannsökuð, svo sem til að kanna hvort eitur hafi verið gefið. Eða þá að sérstakur sjúkdómur hafi orðið hinum liðna að aldurtila og læknum þyki akkur í að kanna beinin þess vegna. Að lokinni rannsókn er beinunum jafnan komið fyrir aftur á sínum stað. En engin sérstök rannsóknarrök voru til þess að grafa upp beinin í Kirkjustræti enda eru til margvíslegar heimildir um almenn lífskjör fólks á 19. öld. Það þurfti bara að koma fyrir hóteli og græða á ferðamönnum. Umræddum beinum ætti helst að koma fyrir aftur í gröfum sínum og setja viðeigandi minningarmark yfir. Stundum finnast fornir kirkjugarðar þar sem enginn átti von á þeim og engin leið að vita bein hverra það eru sem birtast. Þar eru þá venjulega jarðneskar leifar frá tímum í Íslandssögunni þar sem lítið er vitað um lífskjör og forvitnilegt getur verið að kanna beinin þess vegna. Það er annað mál. En sjaldgæft mun vera eða einsdæmi að reist sé hús þar sem vitað er fyrirfram að var kirkjugarður. Slíka ósvinnu leyfa Reykvíkingar sér og helgast helst af því að skortir umræðu og vitund um hvað sé við hæfi og hvað sé óhæfa. Á meðan svo er leyfa menn sér margt. Leitt er að tilheyra þeim kynslóðum sem heimilað hafa spjöll í Víkurgarði. En fyrir það má bæta, með því að marka austurmörk hins gamla kirkjugarðs við Kirkjustræti. Þar fyrir vestan og í gjörvöllum gamla Víkurgarði ætti að rækta fagran garð og búa þannig um að hann minni á gamalt hlutverk sitt með skýrum hætti. Þeim sem yrðu að hverfa frá áformum um að græða þarna á hótelrekstri munu bjóðast færi til þess annars staðar.Höfundur er professor emiritus.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun