Dýr ábyrgð Gunnlaugur Stefánsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur lagst gegn áformum um laxeldi í Viðfirði og Hellisfirði, vilja varðveita friðsæld þeirra og náttúrlegt yfirbragð. Því ber að fagna. En af hverju má fórna þeim gæðum á Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði þar sem friðsæld og náttúrfegurð er ekki síðri – og einmitt þar sem fólkið býr og nýtur innilega alla daga? Í Noregi hafa allar nýfjárfestingar í laxeldi með opnum sjókvíum verið bannaðar. Sú tækni er nú talin úrelt vegna hrikalegrar reynslu fyrir lífríkið. Þess vegna sækja norsku eldisrisarnir til Íslands þar sem þeim hefur verið talin trú um að flest sé leyfilegt, eftirlitið viðráðanlegt og fá sjóinn auk þess ókeypis til afnota, en þurfa að borga offjár fyrir í Noregi. Svo krefjast nokkrir sveitarstjórnarmenn á íslenskum eldissvæðum af ráðherrum, að eldisrisarnir megi fara sínu fram hér á landi. Ekki á Austfjörðum, þar sem efasemdir vakna eins og birtist í fyrirvara bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. En betur má ef duga skal. Flestir sjá að opið sjókvíaeldi með innfluttum stofnum er tímaskekkja. Nú er öllu nýju eldi víðast hvar stefnt í lokaðar kvíar eða uppi á landi. Ef áform norsku eldisrisanna um 190 þúsund tonna eldi í opnum sjókvíum ná fram að ganga, þá yrði Ísland að athlægi um víða veröld í umhverfismálum. Náttúruauðlindir íslenskra fjarða og villtir laxastofnar eru einstök gæði sem eldið skaðar og verða hvorki endurheimt né metin til fjár. Norðmenn og fleiri þjóðir súpa seyðið af þeirri reynslu og grípa nú til örþrifaráða. Laxeldi á Íslandi er líka samfelld hrakfallasaga. Fiskur sleppur úr kvíum, líka þessum sem eldismenn segja nýjar og fullkomnar, lúsin og sjúkdómar herja, hitastig og sjólag í sveiflum. Hverjir bera ábyrgð á tjóninu þegar spilaborgir laxeldis falla? Fólkið í sveitarfélögunum á eldissvæðum? Ekki norsku eldisrisarnir. Þeim er ekki gert að bera neina ábyrgð á því. En heimta gróðann á meðan varir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun