Lítið sem ekkert gert til að græða sár Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Donald Trump og Paul Ryan eru ekki alltaf sáttir hvor við annan. Nordicphotos/AFP Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar í Bandaríkjunum brugðust foxillir við því í gær að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekaði á þriðjudag að jafnt öfgaþjóðernissinnar og þeir sem mótmæltu þeim bæru ábyrgð á ofbeldinu í Charlottesville í Virginíu í lok síðustu viku. Sagði Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, deginum ljósara að öfgaþjóðernishyggja væri siðferðislega röng og óboðleg. „Herra forseti, þú getur ekki leyft öfgaþjóðernissinnum að eiga bara hluta af sökinni. Þeir styðja hugmyndafræði sem hefur kostað þjóðina og heiminn afar miklar þjáningar,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, í gær. John McCain öldungadeildarþingmaður tók í sama streng. „Það er ekki hægt að setja rasista og Bandaríkjamenn sem standa gegn hatri á sama stall,“ tísti McCain í gær. Trump sagði á þriðjudaginn að öfgamennirnir, oft kallaðir „alt-right“ eða hitt hægrið, bæru jafn mikla ábyrgð og þeir sem Trump vildi kalla hitt vinstrið. Á mánudag hafði Trump hins vegar sagt með beinum hætti að boðskapur hins hægrisins væri ekki í takt við bandarísk gildi, kynþáttahatur væri af hinu illa.Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður.vísir/EPAÁtökin brutust út eftir að hitt hægrið ákvað að mótmæla því að stytta af hershöfðingja Suðurríkjanna frá því í þrælastríðinu, Robert E. Lee, yrði tekin niður. Fjölmargir reiddust mótmælendum hins hægrisins sem gengu um götur Charlottesville og heilsuðu margir hverjir að nasistasið. Trump sagði hins vegar á þriðjudag að það væri allt eins hægt að taka niður styttur af forsetum á borð við Thomas Jefferson, sem hefði átt þræla. Urðu ummæli forsetans ekki til þess að brúa þá gjá sem hefur myndast á milli forsetans og rótgróinna flokksmanna. Gjá sem tók að myndast í raun um leið og Donald Trump tilkynnti um forsetaframboð sitt í fyrra og sagði mexíkóska ríkið senda nauðgara, morðingja og aðra glæpamenn til Bandaríkjanna. Í kjölfarið reiddust Repúblikanar mjög þegar hann sagði að McCain, sem var tekinn til fanga í Víetnamstríðinu, væri engin stríðshetja. Sem og þegar Trump hótaði því að tala illa um eiginkonu mótframbjóðanda síns og öldungadeildarþingmannsins Teds Cruz, þegar upptöku af Trump að tala um að grípa í klof kvenna var lekið, þegar hann rak alríkislögreglustjórann James Comey, þegar hann tilkynnti fyrst um að banna skyldi komu allra múslima til Bandaríkjanna. Þessi listi er þó ekki tæmandi. En Repúblikanar hafa ekki bara reiðst Trump, forsetinn hefur sjálfur verið harðorður um báða þingflokka repúblikana. Hefur hann meðal annars gagnrýnt þá harðlega fyrir að samþykkja ekki ný sjúkratryggingalög. Ósætti háttsettra Repúblikana og forsetans er því ekki nýtt af nálinni og virðist lítið hafa verið gert til að græða sárin á samskiptum Trumps og þingmanna.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira