Kísilmálmverksmiðja United Silicon annar ekki eftirspurn Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Bæjarráðið vill stöðva rekstur kísilversins. vísir/eyþór „Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið. „Það eru nægir markaðir og verðið er á hraðri uppleið. Allar spár fyrir næstu ár gera ráð fyrir verulegum hækkunum á afurðaverðinu,“ segir hann. Kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfrækt í níu mánuði. Eins og kunnugt er hafa íbúar Reykjanesbæjar kvartað sáran yfir mengun sem stafar frá verksmiðjunni og hefur Umhverfisstofnun takmarkað starfsleyfi hennar við einungis einn ljósbogaofn. Í gær ályktaði bæjarráð Reykjanesbæjar að nauðsynlegt væri að stöðva rekstur verksmiðjunnar hið fyrsta á meðan unnið væri að nauðsynlegum úrbótum. Kristleifur segir framleiðsluna hafa gengið upp og ofan frá því hún hófst í fyrra. Hún hafi gengið mjög vel á köflum en miður vel öðru hverju. „Ofninn sem slíkur hefur virkað vel í langan tíma og framleitt mjög góðan málm. Það er hins vegar jaðarbúnaðurinn sem hefur verið að hrekkja okkur.“ Og eftirspurnin er mikil, að sögn Kristleifs. „Við losnum við allar okkar afurðir og þótt miklu meira væri.“ Er ársframleiðsla verksmiðjunnar rúmlega 23 þúsund tonn. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
„Við önnum ekki eftirspurn,“ segir Kristleifur Andrésson, talsmaður United Silicon, um framleiðslu kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík. Félagið hefur flutt út kísilmálm frá Helgavíkurhöfn hálfsmánaðarlega frá því í byrjun desembermánaðar í fyrra og segir Kristleifur verðið á erlendum mörkuðum vera á hraðri uppleið. „Það eru nægir markaðir og verðið er á hraðri uppleið. Allar spár fyrir næstu ár gera ráð fyrir verulegum hækkunum á afurðaverðinu,“ segir hann. Kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfrækt í níu mánuði. Eins og kunnugt er hafa íbúar Reykjanesbæjar kvartað sáran yfir mengun sem stafar frá verksmiðjunni og hefur Umhverfisstofnun takmarkað starfsleyfi hennar við einungis einn ljósbogaofn. Í gær ályktaði bæjarráð Reykjanesbæjar að nauðsynlegt væri að stöðva rekstur verksmiðjunnar hið fyrsta á meðan unnið væri að nauðsynlegum úrbótum. Kristleifur segir framleiðsluna hafa gengið upp og ofan frá því hún hófst í fyrra. Hún hafi gengið mjög vel á köflum en miður vel öðru hverju. „Ofninn sem slíkur hefur virkað vel í langan tíma og framleitt mjög góðan málm. Það er hins vegar jaðarbúnaðurinn sem hefur verið að hrekkja okkur.“ Og eftirspurnin er mikil, að sögn Kristleifs. „Við losnum við allar okkar afurðir og þótt miklu meira væri.“ Er ársframleiðsla verksmiðjunnar rúmlega 23 þúsund tonn.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira