Danir og Bretar hafa áhyggjur af mögulegu Kötlugosi Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 2. ágúst 2017 13:18 Katla sefur rótt enn sem komið er. vísir/gva Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni. Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Svo virðist sem heimsbyggðin öll, eða allavega Danir og Bretar, fylgist spenntir með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Danska blaðið BT skrifaði grein þar sem farið er yfir ástandið hjá eldfjallinu og hefur breska blaðið Independent einnig spáð fyrir um að stutt sé í næsta gos, hvort sem það verði í Kötlu eða annarsstaðar. Vitna þeir meðal annars í nýlega skjálftahrinu á Reykjanesi við Fagradalsfjall.Jarðskjálftasagan rakin Danska blaðið rekur jarðskjálftasögu undanfarinna daga og þeir sagðir hafa verið um 500 talsins. Minnst er á að á sunnudaginn síðastliðinn hafi litakóða Kötlu verið breytt í gult. Því var síðan breytt aftur í grænt. Gosið í Kötlu er þar sett í samhengi við áhrif gossins í Eyjafjallajökli sem lamaði alla flugumverð í dágóðan tíma. Þar er þó lagður sá varnagli að þótt jarðskjálftar hafi verið algengir þýði það ekki endilega að eldgos sé á næsta leiti. „Versta mögulega útkoman er sú að ef Katla gýs, sem er fimm sinnum stærri eldstöð en sú sem gaus árið 2010, þá muni öskuský fara yfir Danmörku og Evrópu alla. Þetta eldfjall er sérstaklega hættulegt af því það er þakið ís og snjó og þegar hann bráðnar verður kröftug sprenging,“ segir Henning Andersen, eldfjallasérfræðingur. Henning segir það vera 50 prósent líkur á að eldfjallið gjósi í bráð.Hefur róast Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvásérfræðingur við Veðurstofu Íslands, segir að Katla sé farin að hægja ansi mikið á sér eftir hlaupið um helgina. Algengt sé að hún láti finna meira fyrir sér yfir sumartímann. Þá hefur rafleiðni einnig minnkað. Hún segir hins vegar að þau geti ekki útilokað neitt en þau búist ekki við mikilli virkni á næstunni.
Katla Tengdar fréttir Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14 Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28 Hlaupið í Múlakvísl í rénun Ekki hægt að útiloka annað hlaup. 29. júlí 2017 15:58 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sterk brennisteinslykt við Vík í Mýrdal Íbúar og vegfarendur í og við Vík í Mýrdal hafa í dag orðið varir við mikla brennisteinslykt og hafa fréttastofu borist ábendingar vegna hennar. 27. júlí 2017 14:14
Aukin hætta á jökulhlaupi í Múlakvísl Undanfarna daga hefur rafleiðni í Múlakvísl farið jafnt og þétt hækkandi. 28. júlí 2017 15:28