Katrín Tanja: Silfurmedalían er alltaf með í æfingatöskunni en gullpeningarnir eru ofan í kassa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2017 09:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/CrossFit/Road to the Games Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvö ár í röð og getur orðið sú fyrsta í sögunni sem vinnur þrjú ár í röð. Athygli vakti að Katrín Tanja varð í öðru sæti í svæðakeppninni en hún keppti í East Regional í maímánuði og varð þá að sætta sig við annað sætið á eftir hinni kanadísku Carol-Ann Reason-Thibault. Reason-Thibault fékk þrettán fleiri stig en sú íslenska en þar munaði miklu um næstsíðustu greinina þar sem Katrín Tanja náði aðeins 10. sæti og var næstum því þremur mínútum á eftir Carol-Ann. Katrín Tanja var samt örugg áfram á sjálfa heimsleikana en það kom þó mörgum á óvart að hún næði ekki að vinna svæðakeppnina sína. Katrín ræddi þetta í innslagi á vegum Crossfit-samtakanna þar sem þær fjórar bestu á heimsleikunum í fyrra voru heimsóttar. „Ég er alltaf með þennan silfurpening í æfingatöskunni minni. Gullverðlaunapeningarnir mínir eru einhversstaðar ofan í kassa en ég alltaf með silfurmedalíuna hjá mér,“ sagði Katrín Tanja „Það hafa allir gott af því að tapa. Þetta var gott fyrir mig á þessum tíma. Ég er ekki ósigrandi. Þetta tap kveikti í mér og ég þurfti á því að halda,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Katrín Tanja ræðir um tapið og silfurmedalíuna eftir um 18:20 mínútur af myndbandinu hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32 Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur í dag titilvörn sína á heimsleikunum í crossfit en keppni hefst þá í Madison í Wisconsin-fylki og nýr sigurvegari verður síðan krýndur um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvö ár í röð og getur orðið sú fyrsta í sögunni sem vinnur þrjú ár í röð. Athygli vakti að Katrín Tanja varð í öðru sæti í svæðakeppninni en hún keppti í East Regional í maímánuði og varð þá að sætta sig við annað sætið á eftir hinni kanadísku Carol-Ann Reason-Thibault. Reason-Thibault fékk þrettán fleiri stig en sú íslenska en þar munaði miklu um næstsíðustu greinina þar sem Katrín Tanja náði aðeins 10. sæti og var næstum því þremur mínútum á eftir Carol-Ann. Katrín Tanja var samt örugg áfram á sjálfa heimsleikana en það kom þó mörgum á óvart að hún næði ekki að vinna svæðakeppnina sína. Katrín ræddi þetta í innslagi á vegum Crossfit-samtakanna þar sem þær fjórar bestu á heimsleikunum í fyrra voru heimsóttar. „Ég er alltaf með þennan silfurpening í æfingatöskunni minni. Gullverðlaunapeningarnir mínir eru einhversstaðar ofan í kassa en ég alltaf með silfurmedalíuna hjá mér,“ sagði Katrín Tanja „Það hafa allir gott af því að tapa. Þetta var gott fyrir mig á þessum tíma. Ég er ekki ósigrandi. Þetta tap kveikti í mér og ég þurfti á því að halda,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Katrín Tanja ræðir um tapið og silfurmedalíuna eftir um 18:20 mínútur af myndbandinu hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32 Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Sara syngur um "Tiny Dancer“ og talar um crossfit ferilinn sinn | Myndbönd Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir verður heldur betur í sviðsljósinu næstu daga þegar heimsleikarnir í Crossfit fara fram í Madison í Wisconsin-fylki. Keppnin hefst á morgun og stendur næstu fjóra daga. 2. ágúst 2017 13:32
Katrín Tanja og Sara sýna hvar þær æfðu fyrir heimsleikana í Crossfit | Myndband Heimsleikarnir í crossfit hefjast á morgun og í aðdraganda keppninnar var vel fylgst með þeim keppendum sem enduðu í efstu sætunum á heimsleikunum í fyrra. 2. ágúst 2017 16:00