Trump á leið í sautján daga frí Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í golfi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017 Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017
Donald Trump Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira