Trump á leið í sautján daga frí Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í golfi. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017 Donald Trump Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fer á morgun í sautján daga frí á sveitaklúbb sinn og golfvöll í New Jersey. Það er svo sem ekkert óeðlilegt þar sem forsetar hafa lengi yfirgefið Washington DC í ágúst og þar sem fara á í endurbætur á Hvíta húsinu. Trump hefur margsinnis gagnrýnt aðra fyrir frí og golfspilun og sagði fyrir tveimur vikum að enginn ætti að fara frá Washington fyrir en breytingar á sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna væru klárar. Í kosningabaráttunni sagði hann einnig að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann ekki hafa tíma til að spila golf.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar verða verkamenn að störfum í Hvíta húsinu til 21. ágúst og þurfa allir starfsmenn Vesturálmu Hvíta hússins að yfirgefa starfsstöðvar sínar á því tímabili. Auk þess að hafa gagnrýnt aðra fyrir frí, skrifaði Trump í bók sinni „Trump: Think Like A Billionaire“ að fólk ætti ekki að taka frí. Ef fólk hefði ekki gaman af vinnu sinni, væri það í rangri vinnu."Don't take vacations. What's the point? If you're not enjoying your work, you're in the wrong job." -- Think Like A Billionaire— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2012 Huffington Post hefur tekið saman fjölda gamalla tísta forsetans þar sem hann meðal annars gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að fara í frí og fyrir að spila golf. Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið minnst þrettán af 28 helgum síðan hann varð forseti. Flestum hefur hann varið á eigin golfvöllum eða sveitaklúbbum í Flórída og New Jersey. Þrátt fyrir beiðni Trump um að þingmenn færu ekki frá Washington er frí hafið í fulltrúadeild þingsins og öldungadeildarþingmenn fara í frí í lok vikunnar.President Trump, 2 weeks before leaving for a 17-day vacation: "I don't think we should leave town unless we have a health insurance plan" pic.twitter.com/NqZ8bMhNf5— NBC News (@NBCNews) August 3, 2017
Donald Trump Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira