„Toppmaðurinn“ John Snorri setti tvö met Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2017 16:52 John Snorri í miklu stuði í búðunum. Kári G. Schram John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515 Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
John Snorri og Sherpinn Tsering voru rétt í þessu að koma í grunnbúðir eftir að hafa klifið Broad Peak í nótt. Hópurinn sem var með þeim í för tók ákvörðun að hvílast í efstu búðum fjallsins í nótt en þeir tveir skokkuðu alla leið niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lífsspor þar sem jafnframt er tekið fram að grunnbúðir K3 séu þær sömu og þegar farið er upp á K2. Það var klukkan fjögur í nótt sem hópurinn komst á toppinn á fjallinu sem stundum er kallað K3 og er 8051 metra hátt. Vika er síðan John Snorri fór á toppinn á K2 og 80 dagar síðan hann kleif Lhotse fyrstur Íslendinga. Þar með hefur John Snorri farið á þrjú fjöll sem eru yfir 8000 metra hæð á 80 dögum. Með þessu er John Snorri sagður í tilkynningunni hafa sett tvö met. Enginn annar í heiminum nema John Snorri og sherpinn Tsering hafa farið á topp K2 og toppinn á Broad Peak á sjö dögum. Enginn hefur heldur áður farið frá grunnbúðum upp á Broad Peak og aftur niður á tveimur dögum. „John Snorri er sannarlega toppmaður og líklega gerður úr stáli,“ segir framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Lífs í tilkynningunni.John Snorri á tindi K3 í nóttKári G. SchramLíklegt er að haldið verði af stað heim á leið frá grunnbúðum sunnudaginn 6. ágúst næstkomandi. „Sú ferð tekur um 4-5 daga og því má segja að Verslunarmannahelgin verði svipuð hjá John Snorra og öðrum landsmönnum þar sem hann sefur áfram í tjaldi næstu nætur. Ekki er þó búist við brekkusöng í Karakoram-fjöllunum um helgina.“Löng ferð fyrir höndumÞegar lagt verður af stað frá grunnbúðum hefst ganga á lengsta skriðjökli í heimi (Bolero) en gangan er um 63 km. löng. Þaðan er keyrt til Skardu þar sem flogið verður frá herflugvellinum í bænum, til Islamabad. Í tilkynninunni er ekki sagt öruggt að hægt verði að fljúga vegna mikilla rigninga (monsún) á svæðinu, og því gæti farið svo að hópurinn keyri frá Skardu til Islamabad. Í Islamabad verður John Snorri í 2 til 3 daga áður en hann heldur til Íslands ásamt Kára G. Schram kvikmyndatökumanni sem hefur fylgt John Snorra eftir með myndavélina í nokkra mánuði. Miðað við þetta ferðalag koma þeir félagar til Íslands um miðjan ágúst. Söfnun Lífs er í fullum gangi og verður næstu vikur. Söfnunin er sögð hafa tekið aftur kipp í gær þegar John Snorri hélt upp á Broad Peak. Það er Kvennadeild Landspítalans sem mun njóta góðs af þeim peningum sem John Snorri er að safna fyrir Líf um þessar mundir. Hægt er að heita á John Snorra á www.lifsspor.is og 9081515
Fjallamennska Tengdar fréttir John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
John Snorri komst á tind K3 í nótt Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson komst á tind fjallsins Broad Peak, sem jafnan gengur undir nafninu K3, klukkan fjögur í nótt. 4. ágúst 2017 08:38