EM kvenna - þá og nú Benedikt Bóas skrifar 22. júlí 2017 07:30 Mikill fjöldi íslendinga er nú staddur í Hollandi en Ísland leikur í dag við Sviss. Vísir/Vilhelm Á EM 2013 voru þetta mestmegnis fjölskyldumeðlimir, ömmur og afar, mömmur og pabbar og það voru ennþá færri árið 2009. Þetta er alveg geggjað og það er fullt af fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ sagði Rakel Hönnudóttir í samtali við vefsíðuna fótbolta.net í vikunni. „Ég held að í heildina hafi þrjátíu eða fjörutíu manns farið út fyrir átta árum, það er dálítið annað en núna,“ sagði Ásdís Gísladóttir í viðtali við Fréttablaðið fyrir mótið í ár. Allra augu eru nú á íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem spilar á EM kvenna í Hollandi. Samkvæmt frétt RÚV voru 93% þeirra, sem horfðu á sjónvarp á meðan leikurinn stóð yfir, með stillt á leikinn. Um 3.000 Íslendingar eru í Hollandi að hvetja liðið áfram og vakti víkingaklappið sem fyrr mikla athygli þegar það var tekið í stúkunni gegn Frökkum. Gífurlegur áhugi er á landsliðinu og leikmönnum þess. Fréttamiðlar keppast við að segja fréttir af öllu sem viðkemur leikmönnum og stuðningsneti þeirra og eru þær lesnar upp til agna. Það datt allt í dúnalogn hér á landi þegar Ísland lék gegn Frökkum í leik sem tapaðist á umdeildri vítaspyrnu. Fjölskyldur og vinir hittust um allt land og sendu góða strauma út. Allir höfðu skoðun á ítalska dómaranum og leikaraskap frönsku dívunnar. En það er ekki langt síðan að áhuginn, umfjöllun og annað var mun minna í sniðum.Hann var aðeins öðruvísi blaðamannafundurinn árið 2013. Katrín Jónsdóttir, Þóra Björk Helgadóttir og þáverandi landsliðsþjálfari Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Myndina tók íþróttafréttamaðurinn Óskar Ófeigur en enginn ljósmyndari var sendur á mótið.EM 2009 Þetta er í þriðja sinn sem íslenska kvennalandsliðið kemst á EM. Fyrst komst liðið á EM árið 2009. Þá var Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari og komust 11 önnur lið inn á mótið. Þá, eins og nú, var opnunarleikurinn gegn Frökkum og tapaðist 3:1. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði markið. Ísland var í B-riðli ásamt Frökkum, Þjóðverjum og Norðmönnum og komust öll liðin áfram í 8-liða úrslit nema Ísland. Í kringum 10 starfsmenn voru í teymi KSÍ sem fór til Finnlands. Fréttablaðið sendi einn blaðamann en engan ljósmyndara. Það er því erfitt að finna efni og myndir frá mótinu. Ein besta heimild um mótið er heimildarmyndin Stelpurnar okkar. Ekki voru margir áhorfendur frá Íslandi á mótinu, flestir fjölskyldumeðlimir leikmanna. Í aðdraganda mótsins var lítil upphitun og stelpurnar fengu bláan íþróttagalla frá KSÍ til að klæðast. Í helgarblaði Fréttablaðsins nokkrum dögum fyrir mót var ein síða með viðtali við Ásthildi Helgadóttur. Mótið kom og mótið fór. Stelpurnar fengu 10 milljónir króna fyrir að tryggja sætið á EM en þátttökuþjóðirnar skiptu með sér um 150 milljónum króna. Rúmlega 3.600 manns voru að meðaltali á leikjum Íslands í riðlakeppninni.Kynslóðaskipti í vörninni. Fjallað var um hina ungu Glódísi Perlu og reynsluboltann Katrínu Jónsdóttur á EM 2013.vísir/ÓÓJEM 2013 Fjórum árum síðar var mótið haldið í Svíþjóð. Aftur voru þátttökuþjóðirnar 12 og aftur fengu stelpurnar 10 milljónir fyrir að komast á mótið. UEFA styrkti KSÍ um ferðakostnað og gistikostnað en ekki til fulls því KSÍ þurfti að færa liðið á betra hótel og borga mismuninn. Lars Lagerbäck, þáverandi þjálfari karlalandsliðsins, kom og stýrði æfingu hjá liðinu sem heppnaðist vel. Stelpurnar komust upp úr riðlinum en steinlágu fyrir Svíum í átta liða úrslitum, 4:0, eftir að hafa lent undir, 3:0, eftir 20 mínútur. Umfjöllunin var nú orðin meiri. Fjölmiðlar voru orðnir fleiri og mikið til af heimildum um mótið. Fyrir mótið snerist umfjöllunin mikið til um einstaka sögu Katrínar Jónsdóttur, fyrirliða landsliðsins, sem var að leika sína síðustu landsleiki. Hún var í heilsíðuviðtali helgina fyrir mótið í helgarblaði Fréttablaðsins. Önnur upphitun fyrir mótið var ekki á blaðsíðum blaðsins. Um 4.000 manns voru að meðaltali á leikjum íslenska liðsins í riðlinum.Fyrir átta árum fóru innan við 100 Íslendingar til Finnlands. Nú standa um þrjú þúsund í stúkunni.vísir/vilhelmEM 2019 Mótið í ár slær öll met varðandi umfjöllun, bæði fyrir mót og eftir. Aldrei áður hefur EM verið stærra í sniðum en 16 lið etja kappi í sjö borgum. Áður en stelpurnar fóru út til Hollands var helgarblað Fréttablaðsins með sjö síður um liðið og leikmenn. Einnig var gefið út sérstakt EM blað. Aðrir fjölmiðlar hafa einnig eytt miklu púðri í liðið og leikmenn. Her fjölmiðlamanna er úti í Hollandi og hvert einasta skref liðsins er nánast skráð. Liðið fékk Polo Ralph Lauren fatnað fyrir mót og kveðjuathöfn í Leifsstöð. Fréttir af kvennalandsliðinu eru þær vinsælustu á netmiðlum og forsíður blaðanna eru lagðar undir konurnar. Trúlega hafa margir grátið með Elínu Mettu Jensen sem fékk dæmda á sig vítaspyrnuna umdeildu gegn Frökkum og eignast nýja valkyrju í Ingibjörgu Sigurðardóttur. Varnarkonan öfluga sagði hinu fleygu orð að henni væri bara alveg drullusama um þessar gellur. Svo mörg voru þau orð. Alls fóru um 20 manns út með liðinu, þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir, fjölmiðlafulltrúi, liðsstjórar og svokallaðir njósnarar sem hafa það hlutverk að fara á milli og skoða hin liðin, öryggisstjóri og kokkur er einnig með í nokkra daga. Þá stýrði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, varnaræfingu. Þá var mennta- og menningarmálaráðuneytið með viðburði fyrir leikinn gegn Frökkum og keyrðu Amabadama, Glowie og Emmsjé Gauti þá Íslendinga sem voru komnir til Hollands í stuð. Í dag spilar Ísland við Sviss og má telja víst að íslenska þjóðin muni sitja límd við skjáinn, bíða eftir viðbrögðum á netmiðlum og fylgjast með blöðunum. Fjörið er nefnilega rétt að byrja og stelpurnar ætla sér ekki að koma heim í bráð.Edda Garðarsdóttir í baráttunni við þýska landsliðið á EM 2009.Mynd/Ossi Ahola Gamlar landsliðshetjur eru komnar til Hollands að hvetja stelpurnar áfram. Til dæmis Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir sem hér eru glaðar í bragði fyrir leikinn gegn Frökkum. Fréttablaðið/Vilhelm Freyr Alexandersson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Frakklandi, þar sem stelpurnar okkar börðust eins og ljón gegn feiknasterku liði Frakka. Fréttablaðið/Vilhelm EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Á EM 2013 voru þetta mestmegnis fjölskyldumeðlimir, ömmur og afar, mömmur og pabbar og það voru ennþá færri árið 2009. Þetta er alveg geggjað og það er fullt af fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ sagði Rakel Hönnudóttir í samtali við vefsíðuna fótbolta.net í vikunni. „Ég held að í heildina hafi þrjátíu eða fjörutíu manns farið út fyrir átta árum, það er dálítið annað en núna,“ sagði Ásdís Gísladóttir í viðtali við Fréttablaðið fyrir mótið í ár. Allra augu eru nú á íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem spilar á EM kvenna í Hollandi. Samkvæmt frétt RÚV voru 93% þeirra, sem horfðu á sjónvarp á meðan leikurinn stóð yfir, með stillt á leikinn. Um 3.000 Íslendingar eru í Hollandi að hvetja liðið áfram og vakti víkingaklappið sem fyrr mikla athygli þegar það var tekið í stúkunni gegn Frökkum. Gífurlegur áhugi er á landsliðinu og leikmönnum þess. Fréttamiðlar keppast við að segja fréttir af öllu sem viðkemur leikmönnum og stuðningsneti þeirra og eru þær lesnar upp til agna. Það datt allt í dúnalogn hér á landi þegar Ísland lék gegn Frökkum í leik sem tapaðist á umdeildri vítaspyrnu. Fjölskyldur og vinir hittust um allt land og sendu góða strauma út. Allir höfðu skoðun á ítalska dómaranum og leikaraskap frönsku dívunnar. En það er ekki langt síðan að áhuginn, umfjöllun og annað var mun minna í sniðum.Hann var aðeins öðruvísi blaðamannafundurinn árið 2013. Katrín Jónsdóttir, Þóra Björk Helgadóttir og þáverandi landsliðsþjálfari Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Myndina tók íþróttafréttamaðurinn Óskar Ófeigur en enginn ljósmyndari var sendur á mótið.EM 2009 Þetta er í þriðja sinn sem íslenska kvennalandsliðið kemst á EM. Fyrst komst liðið á EM árið 2009. Þá var Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari og komust 11 önnur lið inn á mótið. Þá, eins og nú, var opnunarleikurinn gegn Frökkum og tapaðist 3:1. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði markið. Ísland var í B-riðli ásamt Frökkum, Þjóðverjum og Norðmönnum og komust öll liðin áfram í 8-liða úrslit nema Ísland. Í kringum 10 starfsmenn voru í teymi KSÍ sem fór til Finnlands. Fréttablaðið sendi einn blaðamann en engan ljósmyndara. Það er því erfitt að finna efni og myndir frá mótinu. Ein besta heimild um mótið er heimildarmyndin Stelpurnar okkar. Ekki voru margir áhorfendur frá Íslandi á mótinu, flestir fjölskyldumeðlimir leikmanna. Í aðdraganda mótsins var lítil upphitun og stelpurnar fengu bláan íþróttagalla frá KSÍ til að klæðast. Í helgarblaði Fréttablaðsins nokkrum dögum fyrir mót var ein síða með viðtali við Ásthildi Helgadóttur. Mótið kom og mótið fór. Stelpurnar fengu 10 milljónir króna fyrir að tryggja sætið á EM en þátttökuþjóðirnar skiptu með sér um 150 milljónum króna. Rúmlega 3.600 manns voru að meðaltali á leikjum Íslands í riðlakeppninni.Kynslóðaskipti í vörninni. Fjallað var um hina ungu Glódísi Perlu og reynsluboltann Katrínu Jónsdóttur á EM 2013.vísir/ÓÓJEM 2013 Fjórum árum síðar var mótið haldið í Svíþjóð. Aftur voru þátttökuþjóðirnar 12 og aftur fengu stelpurnar 10 milljónir fyrir að komast á mótið. UEFA styrkti KSÍ um ferðakostnað og gistikostnað en ekki til fulls því KSÍ þurfti að færa liðið á betra hótel og borga mismuninn. Lars Lagerbäck, þáverandi þjálfari karlalandsliðsins, kom og stýrði æfingu hjá liðinu sem heppnaðist vel. Stelpurnar komust upp úr riðlinum en steinlágu fyrir Svíum í átta liða úrslitum, 4:0, eftir að hafa lent undir, 3:0, eftir 20 mínútur. Umfjöllunin var nú orðin meiri. Fjölmiðlar voru orðnir fleiri og mikið til af heimildum um mótið. Fyrir mótið snerist umfjöllunin mikið til um einstaka sögu Katrínar Jónsdóttur, fyrirliða landsliðsins, sem var að leika sína síðustu landsleiki. Hún var í heilsíðuviðtali helgina fyrir mótið í helgarblaði Fréttablaðsins. Önnur upphitun fyrir mótið var ekki á blaðsíðum blaðsins. Um 4.000 manns voru að meðaltali á leikjum íslenska liðsins í riðlinum.Fyrir átta árum fóru innan við 100 Íslendingar til Finnlands. Nú standa um þrjú þúsund í stúkunni.vísir/vilhelmEM 2019 Mótið í ár slær öll met varðandi umfjöllun, bæði fyrir mót og eftir. Aldrei áður hefur EM verið stærra í sniðum en 16 lið etja kappi í sjö borgum. Áður en stelpurnar fóru út til Hollands var helgarblað Fréttablaðsins með sjö síður um liðið og leikmenn. Einnig var gefið út sérstakt EM blað. Aðrir fjölmiðlar hafa einnig eytt miklu púðri í liðið og leikmenn. Her fjölmiðlamanna er úti í Hollandi og hvert einasta skref liðsins er nánast skráð. Liðið fékk Polo Ralph Lauren fatnað fyrir mót og kveðjuathöfn í Leifsstöð. Fréttir af kvennalandsliðinu eru þær vinsælustu á netmiðlum og forsíður blaðanna eru lagðar undir konurnar. Trúlega hafa margir grátið með Elínu Mettu Jensen sem fékk dæmda á sig vítaspyrnuna umdeildu gegn Frökkum og eignast nýja valkyrju í Ingibjörgu Sigurðardóttur. Varnarkonan öfluga sagði hinu fleygu orð að henni væri bara alveg drullusama um þessar gellur. Svo mörg voru þau orð. Alls fóru um 20 manns út með liðinu, þjálfarar, sjúkraþjálfarar, læknir, fjölmiðlafulltrúi, liðsstjórar og svokallaðir njósnarar sem hafa það hlutverk að fara á milli og skoða hin liðin, öryggisstjóri og kokkur er einnig með í nokkra daga. Þá stýrði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla, varnaræfingu. Þá var mennta- og menningarmálaráðuneytið með viðburði fyrir leikinn gegn Frökkum og keyrðu Amabadama, Glowie og Emmsjé Gauti þá Íslendinga sem voru komnir til Hollands í stuð. Í dag spilar Ísland við Sviss og má telja víst að íslenska þjóðin muni sitja límd við skjáinn, bíða eftir viðbrögðum á netmiðlum og fylgjast með blöðunum. Fjörið er nefnilega rétt að byrja og stelpurnar ætla sér ekki að koma heim í bráð.Edda Garðarsdóttir í baráttunni við þýska landsliðið á EM 2009.Mynd/Ossi Ahola Gamlar landsliðshetjur eru komnar til Hollands að hvetja stelpurnar áfram. Til dæmis Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir sem hér eru glaðar í bragði fyrir leikinn gegn Frökkum. Fréttablaðið/Vilhelm Freyr Alexandersson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Frakklandi, þar sem stelpurnar okkar börðust eins og ljón gegn feiknasterku liði Frakka. Fréttablaðið/Vilhelm
EM 2017 í Hollandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira