Væringar í Washington Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júlí 2017 07:00 Sean Spicer hefur sagt af sér. Nordicphotos/AFP Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“ Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Sean Spicer sagði í gær starfi sínu lausu sem fjölmiðlafulltrúi embættis Bandaríkjaforseta. The New York Times greindi frá því í gær að Spicer hefði verið ákaflega ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að skipa fjárfestinn Anthony Scaramucci í embætti samskiptastjóra Hvíta hússins. Segir í frétt blaðsins að Spicer hafi komið því á framfæri við Trump að forsetinn væri að gera „stór mistök“. Blaðamannafundir Spicers vöktu mikla athygli en nýverið hætti hann að leyfa tökuvélar á fundunum svo ekki er hægt að sjónvarpa þeim. Á meðan tökuvélar voru leyfðar mældist áhorf á fundina mikið, einkum vegna umdeildra ummæla Spicers. Í apríl síðastliðnum sagði Spicer, í kjölfar efnavopnaárásar Sýrlandshers, að Adolf Hitler hefði ekki einu sinni lagst svo lágt. Var hæðst að Spicer fyrir að gleyma því að Hitler fyrirskipaði notkun eiturgass til að myrða fjölda gyðinga og annarra minnihlutahópa. Spicer varð einnig ósáttur við fréttaflutning í janúar af aðsókn að innsetningarathöfn forseta. Á meðan fjölmiðlar greindu frá því að fleiri hefðu sótt innsetningarathöfn Obama sagði Spicer: „Þetta var mesti fjöldi sem hefur fylgst með innsetningarathöfn, punktur!“ Átti hann þó við fjölda sem fylgdist með á heimsvísu, jafnt í sjónvarpi sem í persónu og er erfitt að hrekja þá fullyrðingu.Jeff Sessions hyggst ekki segja af sér.nordicphotos/AFPÞað voru þó fleiri en Spicer sem sögðu upp í Washington. Það gerðu Mark Corallo, talsmaður lögfræðiteymis forsetans, og Marc Kasowitz, einkalögmaður Trumps, einnig. Þó greindi The New York Times frá því að Kasowitz væri ekki alveg hættur, hlutverk hans væri einungis að minnka. Corallo hættir aftur á móti alveg. BBC segir það vera vegna stefnu teymisins að koma óorði á þá er rannsaka meint afskipti Rússa af forsetakosningunum. Vangaveltur hafa jafnframt verið uppi um framtíð dómsmálaráðherrans Jeffs Sessions í starfi. Á dögunum sagði Trump að hann hefði ekki skipað Sessions hefði hann vitað að dómsmálaráðherrann myndi víkja frá Rússarannsókninni. Sessions er aftur á móti ekki á því að hætta. „Ég er hæstánægður með þetta starf og þetta ráðuneyti og ég mun starfa hér eins lengi og það er við hæfi.“
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira