Donald Trump flutti umdeilt ávarp á skátamóti Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2017 07:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði gríðarlegan fjölda skáta í gær. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði skátamót bandarísku skátahreyfingarinnar í Vestur-Virginíu-ríki Bandaríkjanna í gær. Ræða Trump vakti mikla athygli en hann þykir hafa verið nokkuð pólitískur í ávarpi sínu. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skátamótið en um var að ræða þá deild skátahreyfingarinnar sem aðeins er ætluð drengjum. Breska dagblaðið Guardian tók saman þau ummæli Trump sem báru hæst en hann minntist ítrekað á fjölda þeirra sem samankomnir voru til að hlýða á ávarp hans. „Og á meðan ég man, hverjar teljið þið líkurnar á því að þessi ótrúlegi, mikli mannfjöldi, við erum að setja met hérna, verði sýndur í sjónvarpinu í kvöld? Eitt prósent eða núll?“ spurði Trump skátana og kenndi þar um svokölluðum „falsfréttaflutningi“, sem forsetanum hefur verið tamt að grípa til. Þá fullyrti Trump að með ríkisstjórn sína við stjórnvölinn myndu skátarnir aftur fá að óska vegfarendum „gleðilegra jóla“ í aðdraganda hátíðanna og ræddi þar að auki afstöðu sína gagnvart heilbrigðisfrumvarpi fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Trump varpaði einnig fram spurningunni: „Mætti Obama forseti einhvern tímann á skátamót?“ og uppskar hávært „nei“ frá skátahópnum. Myndband af þessum hluta ræðunnar má sjá í meðfylgjandi tísti hér að neðan en athygli vekur að Obama var sjálfur skáti þegar hann var ungur. Það var Trump hins vegar ekki.#DonaldTrump gives speech to 40,000 Boy Scouts who sing "We Love Trump" & boo Obama & Clintonpic.twitter.com/7PaOylXggZ#scouts #jamboree#USA— ➊AlexCam ⏩ (@1alexcam) July 24, 2017 Forsetinn minntist einnig á fyrrum andstæðing sinn, Hillary Clinton, og tjáði skátunum að Clinton hefði hreinlega ekki lagt nógu hart að sér við kosningabaráttu í þeim ríkjum sem Repúblikanar náðu óvænt meirihluta í.Ávarp Trump á skátamótinu í gær má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Sjá meira