Maradona: Vídeódómarar hefðu komið í veg fyrir HM-titla hjá bæði Argentínu og Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Diego Maradona með heimsbikarinn 1986. Vísir/Getty Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var spurður út í vídeódómara sem virðast ætla að vera framtíðin í alþjóðlegum fótbolta. Aðalástæðan fyrir því að Maradona var spurður út í þessa nýjung í fótboltanum var að hann skoraði eitt umdeildasta mark allra tíma á HM í Mexíkó 1986. Maradona skoraði þá með hendinni í sigri Argentínu á Englandi í átta liða úrslitum HM. Argentínska landsliðið fór síðan alla leið í úrslitaleikinn og tryggði sér heimsmeistaratitilinn með 3-2 sigri á Þýskalandi. Maradona mætti á Álfubikarinn í sumar þar sem vídeódómararnir voru að störfum. Hann viðurkennir að það hefði verið erfitt fyrir sig að komast upp með „Hendi guðs“ í dag. „Það er samt ekki bara mitt mark frá 1986 sem hefði ekki fengið að standa,“ sagði Diego Maradona í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við skulum ekki gleyma því að England vann heimsmeistaratitilinn árið 1966 á marki þar sem boltinn fór ekki yfir línuna,“ sagði Maradona og vísaði þá til marksins sem Geoff Hurst skoraði fyrir England í framlengingunni í úrslitaleiknum. Geoff Hurst kom þá enska liðinu í 3-2 en skot hans hafnaði í slánni og fór þaðan niður á grasið. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi mark en margir efast um það í dag að það hafi verið rétt hjá honum. Upptökutæknin í þá daga var ekki eins góð og í dag og því hefur það aldrei verið fullkomlega sannað eða afsannað hvort boltinn fór yfir línuna eða ekki. Fólkið á Monday Night Football á Sky eru hinsvegar viss um að markið hans Hurts hafi verið löglegt. Maradona hefur samt sérstaklega gaman af því að stríða Englendingum en hann, eins og fleiri Argentínumenn, er mjög ósáttur með þátt Englendinga í Falklandseyjastríðinu á níunda áratugnum. Maradona er núna orðinn einn af talsmönnum fyrir því að nota vídeódómara á stórmótunum. „Það eru fullt af atvikum í sögu heimsmeistarakeppninnar sem hefðu endað öðruvísi ef þessi tækni hefði verið notuð þá. Nú er tími til kominn að breyta því,“ sagði Maradona. „Fólk verður mjög pirrað þegar eitthvað er dæmt sem átti ekki að dæma eða þegar mark er ranglega dæmt af. Með þessari tækni kemur bæði gagnsæi og gæði og um leið hjálpar þetta liðum sem eru til í að taka áhættu og sækja sigur,“ sagði Maradona.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira