Anna Björk: Eina leiðin er upp á við Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 23:08 Anna í baráttunni í kvöld visir/getty Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Anna Björk Kristjánsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Íslands á Evrópumótinu í Hollandi í 3-0 tapi gegn Austurríki fyrr í kvöld. Leikurinn í kvöld gekk illa og vonbrigðin mikil fyrir íslenska liðið. „Já klárlega. Við ætluðum okkur miklu meira, eins og þú segir þá fékk ég byrjunarliðsleik og ég hefði viljað nýta það betur og gera betur. Við ætluðum að reyna að halda boltanum og ég ætlaði mér að reyna að gera það, ekki vera alltaf að bomba boltanum fram. Við reyndum það nokkrum sinnum og sendingar sem ég á að geta gert auðveldlega var ég að klikka á. Ég held líka að nokkrar fleiri í liðinu voru að því. Við töluðum um það inni í klefa hvað sendingahlutfallið var ekki gott í þessum leik og við ætluðum að reyna að gera miklu betur. Við erum allar drullusvekktar, við ætluðum að gera miklu, miklu meira og allavegana kveðja þetta mót almennilega,“ sagði Anna Björk við Kolbein Tuma Daðason, fréttamann Vísis, eftir leikinn í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali eftir leik að honum fannst á æfingu liðsins í gær að hann fyndi það að leikmenn liðsins hafi ekki verið jafn stefndar fyrir leikinn og hina leikina á mótinu. Anna Björk segist hafa upplifað það líka í gær. „Ég held að við höfðum allar upplifað það í gærkvöldi, við töluðum líka bara um það hópurinn. Við erum þannig að við viljum ræða það. Freyr fékk þessa tilfinningu og vildi ræða það og við gerðum það og vorum alveg sammála þessu. Við eigum bara að vera stærri karakterar að tækla þetta betur, við ræddum þetta í gær og ég hélt að við hefðum staðið okkur betur í að undirbúa okkur. Mér fannst stemningin í dag vera miklu betri og við vorum tilbúnar í þennan leik. Við ætluðum að gefa til baka til þjóðarinnar sem hefur stutt okkur svakalega vel. Þetta er bara mjög svekkjandi að þetta gekk ekki betur,“ sagði Anna. Undankeppni HM er næst á dagskrá en hvað þarf liðið að gera til þess að komast á HM? „Við verðum að líta svolítið mikið inn á við. Tilfinningin núna er bara eina leiðin er upp á við, finnst mér. Kannski er bara gott að við vorum slegnar svona fast niður af því að við höfðum miklar væntingar fyrir þetta mót og héldum að við værum komnar lengra en þetta. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og nýta þetta mót. Taka alla reynsluna af þessu móti og nota það,“ sagði Anna Björk eftir leikinn í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33 Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58 Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Hallbera: Ég geng sátt frá borði og sé ekki eftir neinu Hallbera Guðný Gísladóttir, fer stolt af Evrópumótinu í Hollandi en var þó ekki ánægð með niðurstöðuna í riðlinum. 26. júlí 2017 22:33
Guðbjörg: Freysi er besti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann haft Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska landsliðsins, var mjög vonsvikin eftir 3-0 tapið gegn Austurríki fyrr í kvöld. 26. júlí 2017 21:58
Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 22:21
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30
Sara: Kannski var hausinn farinn Landsliðsfyrirliðinn viðurkennir að gæðamunur var á Íslandi og Austurríki í kvöld. 26. júlí 2017 22:24