Trump-liðar hóta Alaska vegna atkvæðis þingmanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 18:05 Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07