John Snorri brast í grát á toppnum: „Þetta var virkilega erfið ferð“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 28. júlí 2017 11:39 Það hafa verið afar erfiðar aðstæður í fjallinu undanfarið. kári schram John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Fjallamennska Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi næsthæsta fjalls í heimi, K2, var þreyttur og meyr þegar fréttastofa náði tali af honum þar sem hann var búinn að vera í um tíu mínútur á toppi fjallsins og nýbúinn að reka íslenska fánann niður. „Þetta var virkilega erfið ferð. Við ætluðum að vera komin upp á milli átta og tíu að pakistönskum tíma en núna er klukkan fjögur. Við erum orðnir mjög lágir á súrefni og þurfum að fara að tygja okkur niður,“ sagði John Snorri. Aðspurður hvort hann væri með nógu mikið súrefni fyrir leiðina niður sagðist hann í raun og veru ekki vera með það. „En það er auðveldara að komast niður og fer minni orka í það. Ég er með 102 eftir á síðasta kútnum mínum sem þýðir að ég klára hann eftir klukkutíma, einn og hálfan en það er allt í lagi.“ John Snorri er svo með meira súrefni í búðum fjögur en hann var mjög andstuttur í viðtalinu eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. „Hér eru allir andstuttir en alveg rosalega glaðir. Hér eru þrír Kínverjar sem eru búnir að reyna að komast á toppinn þrisvar og svo er fyrsta bandaríska konan til að ná toppnum hérna líka,“ sagði John Snorri en hópurinn sem hann er með er sá fyrsti til að ná toppi fjallsins síðan árið 2014.En hvernig tilfinning er það að standa á toppi næsthæsta og eins hættulegasta fjalls heims? „Þetta er mjög erfitt, ég er mjög þreyttur og tilfinningin er blendin. Þegar ég kom hérna á toppinn [...] fór ég bara að gráta, ég er mjög meyr.“Hann kveðst hlakka til að koma heim í öryggið en er hennar með einhver skilaboð til konunnar sinnar? „Ég vil bara þakka henni fyrir að standa á bak við mig eins og klettur og hafa haft trú á mér allan tímann. Mig langar líka að þakka stjórn Lífs sem hefur haft trú á mér allan tímann og bara til allra landsmann, takk, takk æðislega.“Viðtalið við John Snorra í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Fjallamennska Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira