Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 Aðalheiður Ámundadóttir og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. júlí 2017 06:00 John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. Mynd/Kári Schram „Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg. Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunnbúðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngugarpur, Vilborg Arna Gissurardóttir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vilborg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræðunni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg.
Birtist í Fréttablaðinu Fjallamennska Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira