Sjómenn uggandi vegna verðfalls Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2017 06:00 Gengisstyrking krónunnar skýrir ekki verðfallið á fiskmörkuðum að öllu leyti. Verðið hefur lækkað um meira en 50 prósent milli ára. vísir/stefán Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þær verðlækkanir sem hafa orðið á fiskmörkuðum í sumar valdi sjómönnum miklum áhyggjum. Verði þær viðvarandi gætu þær reynst þjóðarbúinu afar dýrkeyptar. Engin einhlít skýring hefur fundist á lækkununum. „Ef þorskverðið heldur áfram að lækka svona gríðarlega, þá munu áhrifin á þjóðarbúið koma fljótt í ljós þar sem þorskur er um 45 prósent af öllu aflaverðmæti. Þannig munu laun allra sjómanna lækka sem leiðir til minnkandi tekna sveitarfélaga í formi útsvars og annarra gjalda. Þannig að lækkunin smitar út frá sér. Það er engin spurning um það. Og ef hún verður viðvarandi, sem ég vona auðvitað ekki, þá er alvarleikinn mikill,“ segir hann í samtali við blaðið. Dæmi eru um að verð á óslægðum þorski hafi lækkað um 52 prósent á milli ára. Meðalverð á fiskmörkuðum í lok júnímánaðar var 157 krónur á kíló en kílóverðið var 327 krónur á sama tíma í fyrra. Örn segir að mikil gengisstyrking krónunnar skýri þessa lækkun að einhverju leyti, en þó ekki að öllu. Einnig hafi kostnaður við vinnslu hækkað og þá hafi stóru sjávarútvegsfyrirtækin ekki keypt eins mikið af fiski í sumar og síðustu sumur. Kaupendahópurinn sé því annar en áður. Það geti skýrt lækkunina að hluta. Lækkanirnar hafa, að sögn Arnar, dregið úr áhuga sjómanna og jafnframt leitt til þess að mun færri stunda strandveiðar í ár en í fyrra. „En sumir vilja blása á móti og ég veit til dæmis um strandveiðimenn sem hafa verið að hugleiða það að kanna útflutning á fiski í gámum til þess að selja á erlenda markaði,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira