Hnéaðgerð Kolbeins Sigþórs tókst vel: Er mjög bjartsýnn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 11:00 Íslensku strákarnir fagna hér marki Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi á EM í fyrra. Vísir/Getty Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson er loksins á batavegi eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í tæpt ár. Kolbeinn fór í dögunum í sína aðra aðgerð á innan við ári og hún heppnaðist vel. Kolbeinn lék sinn síðasta fótboltaleik 28.ágúst á síðasta ári en þá var hann með liði Nantes á móti Bordeaux. Nantes lánaði Kolbein til tyrkneska félagsins Galatasaray en vegna meiðslanna náði hann ekki að spila fyrir liðið. „Ég fór í aðgerð í Svíþjóð á dögunum hjá Jóni Karlssyni og hún gekk vel, hann er afar bjartsýnn á að ég muni ná fullum bata. Það var skafið af innanverðum liðþófa sem var rifinn og svo var einnig skafið af brjóski,“ sagði Kolbeinn í viðtali við fótboltavefmiðilinn 433.is. „Staðan á mér eftir þessa aðgerð er góð og ég finn það sjálfur að ég er allur að koma, sú staðreynd gefur mér góða bjartsýni á framhaldið,“ segir Kolbeinn sem hefur ekkert spilað með íslenska landsliðinu síðan á EM í Frakklandi síðast sumar. „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta fari rétta leið og eins og staðan er í dag lítur þetta mjög vel út með framhaldið,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu við 433.is en hvenær sjáum við hann aftur inn á fótboltavellinum? „Það er mjög erfitt að gefa upp nákvæma dagsetningu en skurðlæknirinn talaði um að eftir einn og hálfan til tvo mánuði ætti ég að geta byrjað að æfa fótbolta á nýjan leik. Ég mun samt sem áður fara mér hægt og meta stöðuna eftir því hversu vel endurhæfingin gengur,“ sagði Kolbeinn í viðtalinu og nú er bara að vona það besta. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00 Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00 Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00 Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28 Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Kolbeinn bauðst til að spila frítt fyrir Galatasaray Segir að hann hefði ekkert viljað frekar en að vera áfram í herbúðum tyrkneska stórliðsins. 14. janúar 2017 12:00
Forseti Nantes um Kolbein: Hann vill ekki einu sinni fá borgað Franska félagið vill fá Kolbein Sigþórsson til sín í læknisskoðun en það hefur ekkert heyrt í landsliðsframherjanum. 13. janúar 2017 13:00
Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Íslenska kvennalandsliðið glímir við þó nokkur meiðslavandræði þegar ríflega 100 dagar eru í Evrópumótið. Freyr Alexandersson er ekki að drífa sig að velja EM-hópinn þar sem hann vill lykilmennina inn. 30. mars 2017 06:00
Kolbeinn á förum frá Galatasary Kolbeinn Sigþórsson er á förum frá Galatasary þar sem hann hefur verið í láni frá því í lok ágúst. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá þessu. 29. desember 2016 16:28
Kolbeinn sendur í meðhöndlun til Barcelona Galatasary hefur sent landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson í meðhöndlun til Barcelona vegna meiðsla sem hann glímir við. 23. nóvember 2016 16:56