Ráðherra vill fresta sölu á fjölda íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2017 10:02 Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra vísir/ernir Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Ráðherra húsnæðismála hefur mælst til þess við stjórnendur Íbúðalánasjóðs að sjóðurinn hætti við sölu hundraða íbúða sem sjóðurinn á og eru í útleigu. Í mörgum tilfellum eru leigutakar íbúðanna fólk sem átti íbúðirnar en sjóðurinn yfirtók þær eftir bankahrunið vegna vanefnda á skuldbindingum. Fréttablaðið hefur greint frá því að stjórnendur Íbúðalánasjóðs hafi áformað að selja eignirnar fyrir árslok. „Það sem við erum að skoða með sjóðnum er í fyrsta lagi að fresta fyrirhugaðri sölu eignanna á meðan við leitum leiða til að koma til móts við þann hóp sem býr í þeim í dag. Það þarf að fara vandlega yfir stöðu hvers og eins og sjá hvaða mögulegu lausnir eru í stöðunni,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Hann segir að þetta séu um 300 íbúðir og margar þeirra séu á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður hefur boðið sveitarfélögunum, þar sem íbúðirnar eru staðsettar, að kaupa þær. Áhugi sveitarfélaganna hefur aftur á móti verið takmarkaður. Telja sveitarfélögin íbúðirnar ekki henta sem félagslegt húsnæði. Þorsteinn segir að næsta skref sé að kanna hvort íbúðirnar og íbúarnir myndu falla undir skilgreiningu um almennar leiguíbúðir. Það er þær íbúðir sem byggðar eru með stofnstyrkjum ríkis og sveitarfélaga. „Það er þá í raun og veru hugsað fyrir þann hóp sem fellur ekki undir hefðbundin félagsleg úrræði en er samt líklegur tekna sinna vegna til þess að vera í vandræðum með að greiða markaðsleigu eða kaupa eigin fasteign.“ Þorsteinn segir hugsanlegt að þessum sama hópi verði hjálpað með því að veita fólki heimild til þess að taka svokölluð startlán, að norskri fyrirmynd, sem getið er um í tillögum um aðgerðir í húsnæðismálum sem kynntar voru fyrr í sumar. Þorsteinn segir að þeim tillögum hafi sérstaklega verið beint að tekjulægri hópum, ungu fólki sem á erfitt með að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Fólk sem hafi misst húsnæði sitt og ekki náð að komast inn á markaðinn aftur sé í svipaðri stöðu og unga fólkið. „Við verðum að sjá hvað úrræði eins og startlán, ef til þess lánaúrræðis kæmi, gæti gert,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira