Gjaldþrot geðheilbrigðismála Sævar Þór Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:07 Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun