Spáð sigri á Wimbledon hálfu ári eftir að verjast hnífaárás á heimili sínu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2017 14:30 Petra Kvitova er hörkutól. vísir/getty Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova. Tennis Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Tékkneska tenniskonan Petra Kvitova efaðist um að hún gæti stundað tennis aftur þegar hún var á sjúkrahúsi öll sundurskorin á vinstri hönd eftir að verjast hnífaárás á sínu eigin heimili í Prostejov í Tékklandi í desember á síðasta ári. Ekki nóg með það að hún steig aftur inn á tennisvöllinn í síðasta mánuði þá gerði hún sér lítið fyrir og vann WTA-mót í Birmingham fyrir tveimur vikum. Það var aðeins annað mótið hennar eftir endurkomuna en hún var frá keppni í hálft ár. Fjölmargar sinar í hönd hennar voru skornar í sundur í þessari hrottalegu árás. Batinn hefur verið ótrúlegur er henni spáð sigri á Wimbledon-mótinu sem hefst um helgina. „Auðvitað hugsaði ég að ég myndi aldrei spila tennis aftur,“ segir Kvitova í viðtali við BBC þar sem þessi tvöfaldi Wimbledon-sigurvegari (2011 og 2014) opnar sig um innrásina á heimili sitt í fyrsta sinn. „Þegar ég horfi til baka hugsa ég oft um að maður veit aldrei hvað gerist í lífinu á næstu á fimm mínútum. Maður á að kunna að meta allt í lífinu.“ „Árásin stal brosinu mínu í svolítinn tíma en svona er þetta. Ég gat ekkert gert í þessu þannig að ég reyndi bara að vera jákvæð á ný og komast á gott ról. Það er erfitt en ég er komin yfir þetta,“ segir Kvitova.Petra Kvitova með sigurlaunin í Birmingham.vísir/gettyEkki raunverulegur möguleiki Tékkinn viðurkennir að geta ekki lokað vinstri lófanum að fullu þar sem sinarnar hafa ekki náð sér að fullu en þetta er allt að koma. „Ég er heppin að spila tennis en ekki badminton þar sem gripið er minna. Ég get ekki lokað hnefanum alveg en það er allt í lagi þar sem tennisgripið er svolítið breitt. Ég er bara ánægð með að krafturinn er að koma aftur í höndina og ég verð betri með hverri vikunni sem líður,“ segir Kvitova. Kvitova segist enn rifja upp árásina þrátt fyrir að hafa engan áhuga á því en hún er samt sem áður komin yfir þetta allt saman. „Ég hélt að ég myndi ekki ráða við tilfinningarnar þegar ég myndi stíga aftur út á völlinn og að ég myndi gráta svakalega mikið en þetta var allt í lagi. Ég náði alveg að einbeita mér,“ segir hún en hvernig var að vinna í Birmingham? „Þetta var eins og ævintýri. Mér leið eins og þegar ég vann Wimbledon í fyrsta sinn árið 2011. Ég skildi þá ekki hvað var að gerast og mér leið eins í Birmingham.“ Kvitova er upp með sér að vera spáð sigri á Wimbledon en hún heldur sér alveg á jörðinni. „Þetta er mikið hrós en það er ekki raunverulegt að ég muni vinna Wimbledon núna. Ég er búin að vinna stærsta titilinn sem var að koma til baka,“ segir Petra Kvitova.
Tennis Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn