Kínverjar reita Donald Trump til reiði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sést hér fagna eldflaugatilraun vikunnar með faðmlagi. Hann er uppspretta óánægju Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem vill að Kínverjar láti af viðskiptum við Kim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er bálreiður út í kínversk stjórnvöld. Í gær gagnrýndi forsetinn Kínverja harðlega fyrir að beita sér ekki gegn Norður-Kóreumönnum af meiri hörku og sagði að Kínverjar væru að auka viðskipti sín við einræðisríkið. Gagnrýni Trumps kemur í kjölfar eldflaugatilraunar norðurkóreska hersins. Prófaði hann í vikunni eldflaug sem talið er að geti flogið nærri 7.000 kílómetra. Dregur hún því til Alaska í Bandaríkjunum. Kröfðust Bandaríkin, Suður-Kórea, Kína, Rússland og fleiri ríki þess að Norður-Kórea hætti öllum eldflaugatilraunum samstundis en slíkar tilraunir hafa verið tíðar nýverið. Eldflaugaskotið var sérstaklega ætlað til að ögra Bandaríkjamönnum. Var það haft eftir Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í ríkisútvarpinu KCNA, að eldflaugaskotið hefði verið gjöf til Bandaríkjanna á þjóðhátíðardegi þeirra sem var á þriðjudag. Í frétt KCNA var varað við líkum á frekari tilraunum og að Kim hefði skipað hernum að senda Bandaríkjamönnum reglulega slíkar gjafir. „Viðskipti Kína og Norður-Kóreu jukust um fjörutíu prósent á fyrsta ársfjórðungi. Kínverjar ætla greinilega ekki að vinna með okkur. Ojæja, við urðum að minnsta kosti að reyna,“ tísti Trump í gær. Hann átti fund með forseta Kína í apríl til að ræða ýmis mál, meðal annars Norður-Kóreu. Sagði Trump í kjölfar fundarins að mikill árangur hefði þar náðst. Tölurnar sem hann vísar til í tísti sínu eru hins vegar frá því fyrir fundinn og hluti þeirra frá því áður en Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Eflaust munu málefni Norður-Kóreu verða rædd á fundi G20 ríkjanna sem hefst á morgun. Fundinn sækja meðal annars Trump, Xi Jinping, forseti Kína, Shinzo Abe, forseti Japans, Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Þá fundaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir luktum dyrum í gær, að frumkvæði Bandaríkjamanna.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPTrump áður reiðst KínaTíst gærdagsins markar ekki fyrsta skipti sem Trump hefur reiðst Kínverjum. Í kosningabaráttu sinni hélt Trump því margsinnis fram að Kínverjar væru að ganga af bandarískum framleiðendum og verkamönnum dauðum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að nauðga landinu okkar lengur. Það er það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump á kosningafundi í Fort Wayne í Indianaríki í maí á síðasta ári. „Við ætlum að snúa þessu við. Við erum með spilin á okkar hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem Kínverjar ganga í. Við erum með spilin. Við erum mjög valdamikil í samskiptum okkar við Kínverja,“ sagði þáverandi forsetaframbjóðandinn enn fremur. Var það ekki í fyrsta skipti sem Trump líkti kínverska ríkinu við nauðgara. Slíkt hið sama gerði hann árið 2011.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sjá meira