Trump viðurkennir að Rússar hafi reynt að trufla bandarísku forsetakosningarnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2017 20:00 Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Donald Trump segir allar líkur á að Rússar og fleiri aðilar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Obama fyrrverandi forseti hafi vitað af málinu en ekki aðhafst þar sem hann hafi talið að Hillary Clinton myndi vinna kosningarnar. Donald Trump forseta Bandaríkjanna var vel fagnað þegar hann kom til Varsjár höfuðborgar Póllands í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum mið-evrópuríkja, ríkja á Balkanskaga og eystrasaltsríkjanna. Forsetinn lagði m.a. blómsveig að minnismerki um uppreisnina í Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni ásamt Andrzej Duda forseta Póllands. Betur virðist fara á með Trump og Melania eiginkonu hans nú en í fyrri Evrópuferð forsetans þar sem hún sást ítrekað ýta hönd hans frá sér þegar hann reyndi að leiða hana, en nú kynnti hún forsetann til leiks frami fyrir mannfjölda á Kras-inskich torgi í Varsjá og fékk koss að launum. Forsetinn sagði Bandaríkjamenn elska Pólland og pólsku þjóðina. „Sem nú eru meðal trúföstustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO). Pólland hefur endurheimt stöðu sína sem eina af leiðandi þjóðum Evrópu, sterk þjóð, heilsteypt og frjáls,“ sagði Trump við mikinn fögnuð þúsunda manna á torginu. Síðan beindi Trump orðum sínum að Rússum. Hann sagði meginlandi Evrópu ekki lengur stafa hætta af kommúnismanum en ógnirnar væru engu að síður margar. „Við skorum á Rússa að láta af aðgerðum sínum í Úkraínu og annars staðar sem auka á óstöðugleika. Að þeir hætti stuðningi við fjandsamlegar ríkisstjórnir, þar á meðal í Sýrlandi og Íran og að Rússar taki höndum saman með ábyrgum þjóðum í baráttu okkar gegn sameiginlegum óvinum og í vörnum okkar fyrir siðmenninguna sjálfa,“ sagði Trump í ávarpi sínu. Bandaríkjaforseti heldur næst til Hamborgar í Þýskalandi þar sem fundur G20 ríkjanna hefst á morgun. Þar mun hann einnig eiga sinn fyrsta persónulega fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Trump viðurkenndi á fréttmannafundi í Varsjá í dag að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. „Ég er sammála því, ég held að það hafi verið Rússar. En ég held að annað fólk og ríki hafi einnig reynt það. Ég sé ekkert rangt við þessa yfirlýsingu. Enginn veit þetta í raun, enginn veit þetta í raun með vissu,“ sagði Trump. Hins vegar hafi Bandaríska leyniþjónustan CIA að öllum líkindum greint Barack Obama þáverandi forseta frá þessum tilraunum Rússa í ágúst í fyrra. „Hann gerði ekkert í málinu. Ástæðan er að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna forsetakosningarnar,“ sagði Donald Trump.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06 Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Trump hvetur Rússa til að bætast í hóp ábyrgra ríkja Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti í dag rússnesk stjórnvöld til að hætta að grafa undan ástandinu í Úkraínu og fleiri ríkjum. 6. júlí 2017 15:06
Trump í Póllandi: Spyr hvort Vesturlönd búi yfir viljanum til að lifa af Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ræðu á Krasinski-torgi í Varsjá síðar í dag. 6. júlí 2017 09:59