Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2017 21:14 Talsmaður Tony Blair segir að ljóst sé af viðtali BBC við Chilcot að hann hafi ekki logið. Vísir/AFP Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994. Írak Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, kom ekki hreint fram við landa sína um ákvarðanir sem hann tók varðandi Íraksstríðið. Þetta segir John Chilcot í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann birti skýrslu um þátt Breta í stríðinu. Opinber rannsókn Chilcot tók sjö ár og birti hann niðurstöður sínar í fyrra. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Blair hefði ýkt hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, einræðisherra Íraks. Innrásin sem Bretar og Bandaríkjamenn stóðu að í trássi við vilja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið það neyðarúrræði sem ríkisstjórn Blair fullyrti við þing og þjóð að hún hefði verið. „Hvaða forsætisráðherra sem er sem leiðir land sitt út í stríð verður að koma hreint fram við þjóðina og bera byrðarnar eins og hann getur. Ég tel að það hafi ekki verið tilfellið með Írak,“ segir Chilcot í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Sir John Chilcot er höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu sem Tony Blair tók ákvörðun um.Vísir/AFPSagði „tilfinningalega“ satt Chilcot bendir á að Blair hafi sagst hafa byggt málflutning sinn á því sem hann trúði frekar en staðreyndunum sem leyniþjónustustofnanir létu honum í té. Því segir Chilcot að Blair hafi sagt þjóðinni satt „tilfinningalega“. Hins vegar gagrýnir Chilcot fyrrverandi forsætisráðherrann fyrir að hafa heitið George W. Bush, þáverandi forseta Bandaríkjanna, skilyrðislausum stuðingi sínum. Blair hafi rekið þvingunarstefnu gagnvart Írak sem var þvert á opinbera stefnu ríkisstjórnar hans um að einangra Hussein. Sjálfur viðurkenndi Blair að leyniþjónustuupplýsingar sem bresk stjórnvöld byggðu á þegar þau ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak hafi verið rangar og undirbúningur fyrir eftirleik stríðsins hafi verið lélegur. Þá sagðist hann iðrast og vera hryggur yfir dauða 179 Breta í Írak frá 2003 til 2009 auk þúsunda íraskra borgara. Blair var forsætisráðherra Bretlands í áratug, frá 1997 til 2007, og leiðtogi Verkamannaflokksins frá 1994.
Írak Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira