Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 09:55 Vinkonur Láru, þær Anna Elvíra, Ida Björg og Jara Fatíma, standa fyrir söfnuninni. „Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710 Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
„Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira