Litlir sigrar Trump í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 13:03 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur, þótt fundurinn hafi staðfest einangrun Bandaríkjanna í loftlagsmálum. Töluvert var um óeirðir að loknum fundinum í Hamborg í gærkvöldi. Tveggja daga leiðtogafundi G20, 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, lauk í Hamborg í Þýskalandi síðdegis í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti fór enn á ný gegn hefðum embættisins og ræddi ekki við fréttamenn að loknum fundinum, hvorki í Hamborg né eftir að hann kom heim til Washington. Þá vakti undrun að meðan að forsetinn brá sér um tíma af fundi leiðtoganna í gær tók Ivanka dóttir hans sæti forsetans. Gagnrýnendur hafa bent á að hún sé ekki kjörin fulltrúi og hafi ekki með höndum formlegt embætti innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að loknum leiðtogafundinum í gær að leiðtogarnir allir að undanskyldum Bandaríkjaforseta skrifuðu undir yfirlýsingu fundarins í loftlagsmálum og hétu því að innleiða skuldbindingar Parísarsáttmálans eins fljótt og auðið væri.Ekki víst að Tyrkir standi við sáttmálann Hins vegar er sérafstöðu Bandaríkjastjórnar lýst í yfirlýsingunni um að Bandaríkin muni leitast við að vinna náið með öðrum ríkjum og hjálpa þeim að nálgast og nota jarðefnaeldsneyti á hreinlegri og árangursríkari hátt. Þá náði Trump vissum árangri varðandi eingrunarstefnu sína í alþjóðlegum viðskiptum, eða America First, þar sem leiðtogarnir samþykktu að ríki hefðu rétt til að verja markaði sína með löglegum viðskiptavörnum. Trump tísti í gær að frábær árangur hefði náðst á G20 fundinum sem hafi verið frábærlega stjórnað af Angelu Merkel og þakkaði hann henni fyrir það. Það gæti hins vegar komið skarð í raðir leiðtoganna því eftir fundinn í Hamborg í gær sagði Recep Tayyp Erdogan, forseti Tyrklands, ekki víst að Tyrkir stæðu við Parísarsáttmálann sem tyrkneska þingið á eftir að staðfesta, þar sem brotthvarf Bandaríkjanna stefndi bótum sem þriðja heims ríkjum hafi verið lofað vegna loftlagsaðgerða í tvísýnu. Töluvert var um róstur í Hamborg í gærkvöldi þar sem eftirlegukindur mótmæla gegn leiðtogafundinum fóru um borgina. Ölvun var töluvert áberandi og beitti lögregla kröftugum vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum og handtók einhverja.The #G20Summit was a wonderful success and carried out beautifully by Chancellor Angela Merkel. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 8, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár 9. júlí 2017 10:51
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30