Háttsettir repúblikanar gagnrýna tíst Trump Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2017 07:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Háttsettir Repúblikanar hafa gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir nýjustu Twitter færslur hans, þar sem hann hraunar bókstaflega yfir fréttamenn MSNBC fréttastöðvarinnar, þau Mika Brzezinski og Joe Scarborough. Þau höfðu verið að gagnrýna forsetann í spjallþætti sínum og Trump brást ókvæða við á Twitter og sagði Mika vera með lága greindarvísitölu og brjálaða. Hann bætti síðan við að það hefði blætt úr andliti hennar vegna lýtaaðgerða sem hún hefði gengist undir þegar hann hitti hana í Flórída um síðustu áramót. Þá réðst hann einnig að Scarborough og sagði hann geðveikan. Sjá einnig: Trump hæðist að sjónvarpskonu og segir hana hafa verið blæðandi eftir andlitslyftingu Háttsettir Repúblikanar á borð við Lindsey Graham hafa komið fréttafólkinu til varnar og sagt að ummælin hæfi ekki forseta Bandaríkjanna. „Hr. Forseti, tíst þitt var fyrir neðan virðingu embættisins og táknar það sem er stjórnmálum Bandaríkjanna. Ekki það sem er frábært í Bandaríkjunum,“ sagði Graham.Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, var á svipuðum slóðum samkvæmt BBC. „Ég fæ ekki séð hvernig þessi ummæli eru viðeigandi. Það sem við erum að reyna að gera er að bæta tóninn og kurteisi í umræðunni. Þetta hjálpar augljóslega ekki til,“ sagði Ryan. Þingmaðurinn Ben Sasse bað forsetann um að vinsamlegast hætta hegðun sem þessari. Hún væri ekki eðlileg og fyrir neðan virðingu embættisins.Starfsmenn Hvíta hússins hafa þó komið Trump til varnar. Sarah Huckabee Sanders, talskona, sagðist ekki vita til þess að atviki hefði komið upp þar sem Trump svaraði ekki fyrir sig. „Fólkið í þessum þætti hefur ráðist á hans persónu mörgu sinnum. Þetta er forseti sem berst gegn eldi með eldi. Hann mun ekki sæta einelti frá vinstri sinnuðum fjölmiðlum og frjálslyndri elítu innan fjölmiðla Hollywood og bara hvar sem er,“ sagði Huckabee.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira