Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Mikill styr hefur staðið um flugvöllinn í Vatnsmýri undanfarin ár og enginn einhugur er um málið. VÍSIR/VILHELM Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira