Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:30 Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun