Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2017 15:50 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, (í pontu) hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna að lauma heilbrigðistryggingafrumvarpinu í gegnum þingið. Vísir/AFP Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins birtu í dag drög að frumvarpi að nýjum heilbrigðistryggingalögum eftir nokkurra vikna baktjaldamakk. Demókratar eru ósáttir við hversu skamman tíma þingmenn fá til að fara yfir frumvarpið. Mikil leynd hefur hvílt yfir vinnu öldungadeildarþingmanna við heilbrigðistryggingafrumvarpið sem á að koma í staðinn fyrir lögin sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, setti og hafa verið kennd við. Þannig hefur meirihluti þingmanna flokksins sjálfs ekki fengið að vita hvað það felur í sér nákvæmlega.Leiðtogi demókrata kallar frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“Fyrstu fréttir af drögunum sem lögð voru fram í dag benda til þess að framlög til Medicaid, opinberra sjúkratrygginga, verði skert enn meira en í frumvarpi fulltrúadeildarinnar, fjárveitingar til fóstureyðinga verði afnumdar í eitt ár nema í einstaka undantekningartilfellum og skattur sem lagður var á til að fjármagna Obamacare verði afnuminn frá og með áramótum. Fulltrúar demókrata hafa þegar gagnrýnt frumvarpið harkalega. Nancy Pelosi, leiðtogi þeirra í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir frumvarpið „illkvittið og miskunnarlaust“ samkvæmt Washington Post. Milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingu sína verði það samþykkt. Útlit er fyrir að mat fjármálaskrifstofu Bandaríkjaþings á kostnaði og áhrifum frumvarpsins gæti legið fyrir strax á morgun. Mat þess á frumvarpinu sem fulltrúadeildin samþykkti í síðasta mánuði var að 23 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar yrðu án trygginga árið 2026.Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, vitnaði til orða sem voru höfð eftir Donald Trump forseta um að frumvarp repúblikana væri illkvittið.Vísir/AFPGríðarlega óvinsælt á meðal BandaríkjamannaÞó að enginn hafi vitað hvað væri nákvæmlega í nýjustu útgáfu frumvarpsins fram að þessu er það afar óvinsælt á meðal Bandaríkjamanna. Skoðanakannanir sem New York Times tók saman leiða meðal annars í ljós að ekki er meirihlutastuðningur við það í neinu ríkja Bandaríkjanna. Meðferð þingmeirihluta repúblikana á málinu hefur sætt harðri gagnrýni. Farið hefur verið með innihald frumvarpsdraganna sem mannsmorð fram að þessu. Engin vitni hafa verið kölluð fyrir þingnefndir til að leggja mat á innihald þess né hafa demókratar fengið tækifæri til að ræða það í þinginu. Það eru ekki aðeins stjórnarandstæðingar sem gagnrýna framferði repúblikana. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, sagði við blaðamann í morgun að hún hefði ekki séð texta frumvarpsins vegna þess að hún væri „hvorki blaðamaður né fulltrúi þrýstihóps“.I just asked Lisa Murkowski if she's seen any bill text this morning. "I am not a reporter, and I am not a lobbyist, so I've seen nothing."— Haley Byrd (@byrdinator) June 22, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30 Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Frumvarpið ekki í samræmi við loforð forsetans og fyrri gagnrýni Þingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu í gær nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumum meirihluta á neðri deild þingsins í Bandaríkjunum. 5. maí 2017 11:30
Bandaríska fulltrúadeildin samþykkti nýtt heilbrigðisfrumvarp Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag nýtt heilbrigðisfrumvarp með naumindum. 4. maí 2017 20:00