Ósammála um menntagúrúinn sem á að bjarga skólamálum: „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 25. júní 2017 15:36 Líf og Halldór voru ekki sammála um hvað þyrfti að leggja áherslu á í skólamálum í borginni. Vísir/Samsett mynd „Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara. Skóla - og menntamál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Mig langar að tala um skólamálin,“ sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þegar hún og Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, mættust í Sprengjusandi á Bylgjunni í hádeginu. Halldór sagði að best væri að leggja áherslu á einkarekna skóla og samkeppni á skólamarkaði. „Við höfum meiri áhuga á að virkja fleiri einkaskóla og myndum vilja sjá meiri samkeppni. Við höfum líka talað um það, að fé myndi fylgja skólabörnum þannig að foreldrar geti haft meira val um skóla,“ sagði Halldór og vitnaði þar í lágt hlutfall einkaskóla hér á landi þegar þáttastjórnandi benti á að nú þegar gætu foreldrar valið skóla barna sinna.Menntagúrúinn til bjargar Líf mótmælti þessum hugmyndum Halldórs og sagði að lönd á borð við Svíþjóð, sem hefðu tekið upp þetta kerfi, væru að falla frá því. Halldór benti þá á að einkaskólar væru algengir í Svíþjóð og að mikil ásókn væri í einkaskóla hér á landi. Líf ræddi einnig um nýtt samstarf við sérfræðing í menntamálum, Pasi Sahlberg. „Við erum farin af stað með mjög víðtækt samráð í því að móta menntastefnu til framtíðar. Við höfum fengið til okkar Pasi Sahlberg, sem er mikill menntagúru, finnskur. Hann segir að við skulum ekki leggja áherslu á þessa samkeppni, við skulum setja nemandann í forgrunn og hvernig honum tekst að finna sína fjöl í skólakerfinu. Allt of mörgum börnum líður illa, það er allt of mikið einelti,“ sagði Líf og taldi að það væru aðrir mikilvægari þættir heldur en samkeppni á skólamarkaði, sem þyrfti að huga að. Halldór greip þá fram í og sagði þetta vera blaður. „Þetta er svo mikið bla, bla, bla Líf, þetta er svo mikið blaður,“ sagði Halldór en sagði að hann væri ekki að meina að þetta væri blaður í Líf heldur þyrfti að setja varnagla á svona gúrúa þar sem þeir hefðu ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Búið er að setja á fót starfshópa, skipaða af fagfólki úr skólasamfélaginu, til að leita leiða til að bregðast við kjörum og starfsaðstæðum kennara.
Skóla - og menntamál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira