May stokkar upp í ráðherrahópnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. júní 2017 23:07 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ný ríkisstjórn muni einblína á félagsmál og að hún muni starfa í þágu allra Breta. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ráðherraskipan í ríkisstjórn Bretlands í kjölfar þingkosninganna, þar sem Íhaldsflokkur May náði ekki að tryggja sér meirihluta þingsæta. May mun leiða minnihlutastjórn sem nýtur stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP). Sú breyting sem vekur hvað mesta athygli er að Michael Gove, sem margir telja einn helsta keppinaut May innan flokksins, tekur við embætti umhverfisráðherra. Gove var einn helsti talsmaður þess að Bretland gangi úr Evrópusambandinu og bauð sig fram gegn May til formanns flokksins í fyrra. Gove segir að það hafa komið sér á óvart að vera boðið sæti í ríkisstjórn May. „Ég vissi að i dag yrðu gerðar breytingar, en ég bjóst ekki við þessu en ég er mjög glaður að vera hluti af ríkisstjórninni og ánægður að geta aðstoðað Theresu,“ sagði Gove í samtali við BBC. Þá verður Damian Green, einn helsti bandamaður May, fyrsti ráðherra Bretlands og hægri hönd forsætisráðherra. Um er að ræða heiðursembætti sem hefur verið starfrækt með hléum frá árinu 1962. Green var áður ráðherra vinnumála. David Gauke mun taka við af Green sem vinnumálaráðherra og þá verður David Lidington dómsmálaráðherra. Hann tekur við því embætti af Elizabeth Truss sem verður aðstoðarfjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar úr fyrri ríkisstjórn May halda sætum sínum. May segir að með breytingunum komi inn fjölbreyttir einstaklingar úr röðum Íhaldsflokksins sem muni starfa í þágu allra Breta. Aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar verður, að sögn May, að ná góðum samningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, en viðræður um Brexit hefjast í næstu viku. „Við viljum ríkisstjórn sem starfar í þágu allra,“ segir May.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31 150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Munu styðja minnihlutastjórn May Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn íhaldsflokksins. 10. júní 2017 20:31
150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. 11. júní 2017 16:46
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52